Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. 27.6.2025 12:52
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. 27.6.2025 10:08
Þyrlan afturkölluð og hinn slasaði sóttur á björgunarskipi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum vegna slasaðs skipverja í Ísafjarðardjúpi. Þyrlan var kölluð út á fyrsta forgangi. 13.6.2025 13:26
Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra. 12.6.2025 11:54
Miklar breytingar hjá Play og nefhjól í lausu lofti Búast má við samdrætti á framboði flugsæta til Íslands með breytingum hjá Play. Gengi á bréfum félagsins rauk upp í morgun. Við ræðum við greinanda á markaði í hádegisfréttum. 11.6.2025 11:52
Hlutabréf Play ruku upp við opnun markaða Gengi flugfélagsins Play sem til stendur að afskrá úr Kauphöll verði yfirtökutilboði tveggja hluthafa samþykkt hækkaði um rúman fimmtung við opnun Kauphallar í dag. 11.6.2025 10:30
Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Vilhjálmur Sigurðsson, betur þekktur sem Villi á Benzanum, varð vitni að því þegar að nefhjól úr flugvél féll af himnum ofan og lenti á stéttinni sem skilur að Austurvöll og Alþingishúsið. Mikla mildi má telja að nefhjólið hafi hvorki lent á fólki á ferð né bygginum á svæðinu. 11.6.2025 07:18
Tók smá snúning en aftur kominn á svipaðar slóðir Slökkviliðsmenn hafa haldið háhyrningi sem strandaði í Gorvík nærri Korpúlfsstöðum í Grafarvogi í gærkvöldi rökum í nótt með það fyrir augum að halda honum á lífi. 11.6.2025 06:56
Þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki og mínútuþögn verður um allt landið klukkan tíu að staðartíma í dag í minningu um fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í borginni Graz í gær. 11.6.2025 06:51
Erlendur ferðamaður féll í Brúará Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann. 6.6.2025 17:05