

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Signý Sif tekur við af Sigfúsi hjá Eyri Invest
Signý Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármögnunar hjá Eyri Invest hf. Sigfús Oddsson, sem sinnt hefur starfinu frá 2011 hefur ákveðið að láta af störfum.

Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR
Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.

Egill tekur við af Sveini Inga hjá Verkís
Egill Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Verkís hf. Hann tók við starfinu í upphafi mánaðar.

Kynntist félaginu sem bankastarfsmaður og tekur við sem framkvæmdastjóri
Magnús Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. og mun hefja störf um miðjan ágúst. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi frá HR.

Brynhildur tekur við viðskiptaþróun hjá Íslandsstofu
Brynhildur Georgsdóttir hefur verið ráði forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu.

Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar.

Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012.

Unnur Eggerts í stjórnmálin
Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play
Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play.

Ívar framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair
Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum.

Fjalar nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. Fjalar tekur við starfinu af Hafliða Helgasyni sem gegndi því í tæp þrjú ár. 34 sóttu um starfið.

Nína Björk nýr forstöðumaður GRÓ
Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn.

Sigmundur Ernir er nýr ritstjóri Fréttablaðsins
Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Fréttablaðsins og aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf., sem rekur Fréttablaðið, DV, Markaðinn og Hringbraut. Hann tekur við aðf Jóni Þórissyni sem hefur starfað sem ritstjóri frá haustinu 2019.

Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio
Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu.

Kvikmyndaframleiðandi ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins
Kvikmyndaframleiðandinn Skúli Malmquist hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Skúli tekur við keflinu af Hlyni Páli Pálssyni þann 1. september næstkomandi.

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Matthías frá Eimskip til Borgarplasts
Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts og tekur við af Guðbrandi Sigurðssyni. Á árunum 2009 til 2020 starfaði Matthías sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip.

Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.

Frá Ölmu til Eimskips
María Björk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún kemur til starfa frá Ölmu íbúðafélagi þar sem hún hafði verið framkvæmdastjóri síðastliðin sjö ár.

Elmar þarf ekki að snúa aftur í gamla starfið
Elmar Ásbjörnsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í lok júní.

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri
Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Dagný ráðin framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co.
Dagný Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar & co., Eldvarnamiðstöðvarinnar og Rafborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Gíslasyni & co.

Færir sig frá New York til Ottawa
Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada.

Frá Arion banka til Sparisjóðs Suður-Þingeyinga
Eyjólfur Vilberg Gunnarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi, vélavarðaréttindi og knattspyrnuþjálfararéttindi.

Ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri hjá OECD
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar.

Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play
Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí.

Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar
Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum.

Bætist í hóp eigenda EY
Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu.

Ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands
Margrét Valgerður Helgadóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, hefur verið ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands.

Berglind ráðin hugmynda- og textasmiður
Berglind Pétursdóttir hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti.