Oddgeir Ágúst Ottesen nýr framkvæmdastjóri KVH Eiður Þór Árnason skrifar 21. mars 2022 10:24 Dr. Oddgeir Ottesen hefur komið víða við á síðustu árum. Aðsend Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Oddgeir er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of California þar sem sérsvið hans var fjármálahagfræði og stærðfræðigreining. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá KVH. Undanfarin átta ár hefur Oddgeir rekið ráðgjafafyrirtækið Integra og veitt þar ráðgjöf varðandi líkanagerð og áhættu- og lausafjárstýringu. Einnig veitti hann þar ráðgjöf um lífeyrismál fyrir stofnanir, fyrirtæki og hagsmunasamtök. Hann mat meðal annars virði bakábyrgðar ríkisins á skuldbindingum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) þegar lögum um sjóðinn var breytt árið 2016, af því er segir í tilkynningu. Starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptadeild HÍ Áður starfaði Oddgeir sem aðalhagfræðingur hjá IFS greiningu, sem hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands og sem hagfræðingur og síðar forstöðumaður áhættugreiningardeildar lánasviðs Fjármálaeftirlitsins. Oddgeir hefur einnig verið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og kennt þar áfanga í fjármálum og hagfræði. Stefán Þór Björnsson, formaður félagsins, segir að það sé mikill akkur að fá jafnreyndan hagfræðing til liðs við KVH til að vinna að hagsmunum félagsmanna. „Það er mikilvægt fyrir félagið að hafa reynslumikinn og góðan greinanda sem framkvæmdastjóra þess. Við í stjórninni hlökkum mikið til að starfa með Oddgeiri.“ Á annað þúsund félagsmenn eru í KVH og starfar um helmingur á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera. Félagið er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM). Vistaskipti Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Oddgeir er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of California þar sem sérsvið hans var fjármálahagfræði og stærðfræðigreining. Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá KVH. Undanfarin átta ár hefur Oddgeir rekið ráðgjafafyrirtækið Integra og veitt þar ráðgjöf varðandi líkanagerð og áhættu- og lausafjárstýringu. Einnig veitti hann þar ráðgjöf um lífeyrismál fyrir stofnanir, fyrirtæki og hagsmunasamtök. Hann mat meðal annars virði bakábyrgðar ríkisins á skuldbindingum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) þegar lögum um sjóðinn var breytt árið 2016, af því er segir í tilkynningu. Starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptadeild HÍ Áður starfaði Oddgeir sem aðalhagfræðingur hjá IFS greiningu, sem hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands og sem hagfræðingur og síðar forstöðumaður áhættugreiningardeildar lánasviðs Fjármálaeftirlitsins. Oddgeir hefur einnig verið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og kennt þar áfanga í fjármálum og hagfræði. Stefán Þór Björnsson, formaður félagsins, segir að það sé mikill akkur að fá jafnreyndan hagfræðing til liðs við KVH til að vinna að hagsmunum félagsmanna. „Það er mikilvægt fyrir félagið að hafa reynslumikinn og góðan greinanda sem framkvæmdastjóra þess. Við í stjórninni hlökkum mikið til að starfa með Oddgeiri.“ Á annað þúsund félagsmenn eru í KVH og starfar um helmingur á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera. Félagið er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM).
Vistaskipti Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira