Frá þessu segir í tilkynningu frá SI. Þar segir að kosningaþátttaka hafi verið 83 prósent, en kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti. Alls höfðu átta framboð til almennra stjórnarsæta borist.
Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:
- Arna Arnardóttir, gullsmiður
- Halldór Halldórsson, Íslenska kalkþörungarfélagið
- Hjörtur Sigurðsson, VBS verkfræðistofa
- Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
- Vignir S. Halldórsson, húsasmíðameistari
Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
- Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
- Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál
- Magnús Hilmar Helgason, Launafl
- Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV
Árni Sigurjónsson tók fyrst við embætti formanns stjórnar Samtaka iðnaðarins árið 2020 af Guðrún Hafsteinsdóttur sem nú situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.