Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Edda hætt á Heimildinni

Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Pálmi ráðinn til Ár­vakurs

Pálmi Guðmunds­son fjöl­miðla- og rekstr­ar­hag­fræðing­ur hef­ur verið ráðinn for­stöðumaður þró­un­ar­mála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birta nýr markaðs­stjóri Arctic Adventures

Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karl og Haraldur til Terra

Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1

Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Snorri og Óskar kaupa Val­höll

Fasteignasalarnir Snorri Björn Sturluson og Óskar H. Bjarnasen hafa tekið við rekstri Valhallar fasteignasölu af stofnanda hennar, Ingólfi Geir Gissurarsyni. Báðir hafa þeir ekki starfað hjá stofunni áður.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sverrir Scheving nýr deildarstjóri Advania

Sverrir Scheving Thorsteinsson er nýr deildarstjóri rafrænna viðskipta og skólalausna Advania. Hann mun leiða þróun á stafrænum skólalausnum fyrirtækisins og þróun á lausnum sem snúa að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að stunda rafræn viðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum.

Klinkið
Fréttamynd

Birna Rún sérhæfir sig í TikTok hjá Kvartz

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona hefur gengið til liðs við Kvartz markaðs- og viðburðastofu sem hugmyndasmiður og verkefnastjóri TikTok teymis. Birna mun leiða þessa vinnu innan Kvartzen Birna er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og heldur hún úti vinsælum TikTok reikningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir sölustjórar hjá A4

Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 

Viðskipti innlent