Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. Innlent 2. ágúst 2022 15:09
Glampandi sól í Eyjum Gert er ráð fyrir glampandi sól í Vestmannaeyjum í dag en nokkuð stífri norðanátt. Heilt yfir er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, víð 5-13 metrum á sekúndu, rigning öðru hvoru á norðanverðu landinu og skýjað með köflum. Aðeins bætir í vind með norðlægri átt eftir hádegi 8-15 metrum á sekúndu vestantil en annars hægari vindur. Innlent 1. ágúst 2022 09:41
Allt að þrjátíu metrar á sekúndu Gul viðvörun er enn í gildi á Norðurlandi eystra og vindhviður geta náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu austan Húsavíkur. Mikilvægt er að tryggja lausa hluti utandyra og veðrið getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Veður 31. júlí 2022 09:01
„Skaflarnir upp að hnjám“ Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og hefur Sæsavatnaleið í Öskju verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Gular viðvaranir eru í gildi á miðhálendi og austurlandi um helgina og varað við slæmu skyggni og hálku á fjallvegum. Innlent 30. júlí 2022 19:00
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. Innlent 30. júlí 2022 15:16
„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Innlent 30. júlí 2022 13:44
Snjókoma í júlí Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina. Veður 30. júlí 2022 09:35
Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag. Veður 30. júlí 2022 08:12
Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun. Veður 29. júlí 2022 14:01
Vegagerðin varar við snjókomu og stormi Vegagerðin biðlar til vegfarenda að sýna aðgát um helgina vegna veðurs. Snjókomu er spáð á hálendinu og stormi Norðaustanlands. Veður 29. júlí 2022 10:48
Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. Veður 29. júlí 2022 06:44
Stóð af sér vatnavextina Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn. Innlent 28. júlí 2022 10:51
Niðurstaðan liggur fyrir og Einar gefur veðrinu um versló falleinkunn Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur verið nokkuð á reiki síðustu daga og kom fram í gær að tvær helstu langtímaveðurspárnar hafi sýnt gjörólíka spá fyrir helgina. Þannig gerði önnur þeirra ráð fyrir því að lægð myndi ganga yfir landið með tilheyrandi áhrifum en hin ekki. Veður 28. júlí 2022 09:00
Gular viðvaranir tóku gildi í nótt Gular viðvaranir vegna hvassviðris tóku gildi í nótt á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og einnig á Miðhálendinu. Á Breiðafirði er spáð allt að átján metrum á sekúndu og varir ástandið fram til klukkan ellefu. Innlent 28. júlí 2022 07:07
Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið. Veður 27. júlí 2022 16:32
Allt á floti á Selfossi Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Innlent 27. júlí 2022 11:49
Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð. Veður 27. júlí 2022 10:42
Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gular viðvaranir eru enn í gildi vegna úrkomu sunnantil á landinu og hvassviðris á Miðhálendinu og verða fram á kvöld hið minnsta. Veður 27. júlí 2022 06:59
Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. Veður 26. júlí 2022 10:41
Vara við akstursleiðum á Suðurlandi vegna úrhellis Frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagskvölds er útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki. Veður 26. júlí 2022 08:44
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. Veður 25. júlí 2022 16:34
Ágætis ferðaveður um helgina Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna. Veður 23. júlí 2022 11:28
Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Innlent 22. júlí 2022 20:07
Ágætlega viðrar til ferðalaga um helgina Hæglætisveður verður á landinu um helgina. Hægir vindar verða um helgina, skýjað með köflum en víða skúrir síðdegis í dag, einkum inn til landsins. Veður 22. júlí 2022 08:43
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20. júlí 2022 08:17
Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. Erlent 19. júlí 2022 22:45
Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. Innlent 19. júlí 2022 21:01
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. Erlent 19. júlí 2022 11:31
Enn einn molludagur í Evrópu Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn. Erlent 19. júlí 2022 06:43