Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 20:57 Hitabylgjur hafa herjað á heim allan í núlíðandi mánuði. EPA Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. „Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
„Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira