Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 20:57 Hitabylgjur hafa herjað á heim allan í núlíðandi mánuði. EPA Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. „Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Hitinn í júlí hefur þegar verið svo hár að það er hér um bil öruggt að mánuðurinn muni slá hitamet með yfirburðum,“ segir í skýrslu sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins gáfu frá sér í dag. Í frétt CNN segir að síðustu þrjár vikur hafi verið þær heitustu frá upphafi mælinga og líklega í meira en hundrað þúsund ár. Þá segir að venjulega þegar hitamet af þessu tagi séu slegin muni hundraðshlutum úr selsíusgráðu milli nýja og gamla metsins en í þetta skipti sé munurinn talsvert meiri. Fyrstu 23 dagana í júlí var meðalhiti jarðar 16,95 gráður á selsíus en hæsti meðalhiti á einum mánuði enn sem komið er,eru 16,63 gráður í júlí árið 2019. Metið verði því mögulega slegið með óvenjulega miklum yfirburðum. Miklar líkur á hitameti Hitamælingarnar sem miðað er við hófust hófust árið 1940, en margir sérfræðingar telja það nær bókað að hitatölurnar í júlí verði þær hæstu á jörðinni í 120 þúsund ár, ef miðað er við upplýsingar sem fengist hafa úr trjáhringjum, kóralrifum og djúpsjávarseti. „Þetta eru hæstu hitatölur í sögu mannkyns,“ segir Samantha Burgess, staðgengill forstjóra Loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. „Líkurnar benda svo sannarlega til þess að met verði slegin í sumar,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri stofnunarinnar. Hann bætti þó við að of snemmt væri að alhæfa um það. Hitabylgjur víðast hvar Skæðar hitabylgjur hafa riðið yfir víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu síðustu vikur. Gróðureldar hafa logað meðal annars á Grikklandi, Spáni, Alsír og Kanada. Þá hafa hitatölur víða náð nærri fimmtíu gráðum.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Veður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira