„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2023 12:44 Fjölmargir ætla að tjalda um helgina. Á meðan tjaldið heldur vatni þá er ekki von á veseni. Mildu veðri er spáð um allt land. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. Stærsta ferðahelgi ársins er handan við hornið þar sem ferðalangar krossleggja fingur um að fá gott veður. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir línurnar oft hafa verið hreinni hvað varðar veðurspár fyrir þriggja daga helgina. Hann hefur spáð veðrinu um árabil en þar sem engin vindátt sé ráðandi um helgina þá sé erfitt að benda á einn landshluta fremur en annan hvað varðar góða veðrið. Einar segir svokallað lægðardrag í háloftunum sem ýti undir skýjamyndun og einhverja úrkomu. „Það veldur okkur erfiðleikum að sjá hver afurð þess verður niðri við yfirborð,“ segir Einar. Allt bendi til þess að það verði rigning á Suður- og Suðvesturlandi seinni part laugardags. Von á úrkomu á Þjóðhátíð „Það er vafamál hvort þetta verði úrkoma sem skipti einhverju máli eða bara smotterí.“ Þá sé von á að fyrrnefnt lægðardrag sendi úrkomubakka yfir Suðurlandið á sunnudeginum. „Og þar með Vestmannaeyjar,“ segir Einar. Von er á þúsundum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Þó gestir eigi von á einhverri úrkomu þá er harla ólíklegt að gestir þurfi að flýja inn í íþróttahús þetta árið eins og hefur gerst endrum og sinnum þegar blásið hefur hressilega á landinu. „Það er engin von á hörmungum,“ segir Einar og lítur á landið í heild. „Þetta verður ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans. En þú gætir þurft að hafa lopapeysuna uppi við á kvöldin. Og standa af þér smá rigningu eða skúr.“ Smá úrkoma skipti ekki máli Hann á von á þokkalegum sumardögum. Það verði svalt við norður- og austurströndina þar sem andi af hafi. „Hlýja loftið er einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Hitinn er að fara í 15-18 stig þegar best lætur á daginn,“ segir Einar. Hann telur ólíklegt að tuttugu stiga múrinn verði rofinn um helgina. Flest allir muni finna fyrir dropum úr lofti. „Ef fólk ætlar að leita að stað þar sem verður alveg þurrt þá er dálítið erfitt að finna hann. Fólk verður að hafa heppnina með sér,“ segir Einar. Hann er eldri en tvævetur í veðurfræðunum. „Ég segi alltaf að það skipti engu máli þótt það rigni. Á þessum árstíma þornar yfirleitt áður en maður fer heim. Það er í lagi meðan það er ekki vindur sem fylgir.“ Veður Tengdar fréttir Innipúkar eiga von á góðu Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu. 3. ágúst 2023 12:14 Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3. ágúst 2023 07:09 „Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. 2. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Stærsta ferðahelgi ársins er handan við hornið þar sem ferðalangar krossleggja fingur um að fá gott veður. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir línurnar oft hafa verið hreinni hvað varðar veðurspár fyrir þriggja daga helgina. Hann hefur spáð veðrinu um árabil en þar sem engin vindátt sé ráðandi um helgina þá sé erfitt að benda á einn landshluta fremur en annan hvað varðar góða veðrið. Einar segir svokallað lægðardrag í háloftunum sem ýti undir skýjamyndun og einhverja úrkomu. „Það veldur okkur erfiðleikum að sjá hver afurð þess verður niðri við yfirborð,“ segir Einar. Allt bendi til þess að það verði rigning á Suður- og Suðvesturlandi seinni part laugardags. Von á úrkomu á Þjóðhátíð „Það er vafamál hvort þetta verði úrkoma sem skipti einhverju máli eða bara smotterí.“ Þá sé von á að fyrrnefnt lægðardrag sendi úrkomubakka yfir Suðurlandið á sunnudeginum. „Og þar með Vestmannaeyjar,“ segir Einar. Von er á þúsundum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Þó gestir eigi von á einhverri úrkomu þá er harla ólíklegt að gestir þurfi að flýja inn í íþróttahús þetta árið eins og hefur gerst endrum og sinnum þegar blásið hefur hressilega á landinu. „Það er engin von á hörmungum,“ segir Einar og lítur á landið í heild. „Þetta verður ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans. En þú gætir þurft að hafa lopapeysuna uppi við á kvöldin. Og standa af þér smá rigningu eða skúr.“ Smá úrkoma skipti ekki máli Hann á von á þokkalegum sumardögum. Það verði svalt við norður- og austurströndina þar sem andi af hafi. „Hlýja loftið er einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Hitinn er að fara í 15-18 stig þegar best lætur á daginn,“ segir Einar. Hann telur ólíklegt að tuttugu stiga múrinn verði rofinn um helgina. Flest allir muni finna fyrir dropum úr lofti. „Ef fólk ætlar að leita að stað þar sem verður alveg þurrt þá er dálítið erfitt að finna hann. Fólk verður að hafa heppnina með sér,“ segir Einar. Hann er eldri en tvævetur í veðurfræðunum. „Ég segi alltaf að það skipti engu máli þótt það rigni. Á þessum árstíma þornar yfirleitt áður en maður fer heim. Það er í lagi meðan það er ekki vindur sem fylgir.“
Veður Tengdar fréttir Innipúkar eiga von á góðu Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu. 3. ágúst 2023 12:14 Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3. ágúst 2023 07:09 „Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. 2. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Innipúkar eiga von á góðu Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu. 3. ágúst 2023 12:14
Skipta með sér skýjunum Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil. 3. ágúst 2023 07:09
„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. 2. ágúst 2023 12:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent