Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. Innlent 26. september 2022 11:54
Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. Innlent 26. september 2022 10:21
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. Innlent 26. september 2022 08:33
Lægðin heldur að nálgast landið aftur en farin að grynnast Lægðin sem olli aftakaveðri á austanverðu landinu í gær er nú stödd 350 kílómetra norðaustur af Langanesi og er á leið suðsuðaustur. Lægðin er því heldur að nálgast landið, en á móti kemur að hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. Veður 26. september 2022 07:10
Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. Innlent 25. september 2022 22:30
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. Innlent 25. september 2022 21:33
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. Innlent 25. september 2022 20:10
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. Innlent 25. september 2022 19:28
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. Innlent 25. september 2022 18:02
Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. Innlent 25. september 2022 16:05
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. Innlent 25. september 2022 15:35
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. Innlent 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Veður 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. Innlent 25. september 2022 13:15
Veðurvaktin: Rauða viðvörunin dottin úr gildi Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum í dag. Veður er víða farið að versna en líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragðsaðilar eru á tánum og var hættustig almannavarna virkjað í gær. Innlent 25. september 2022 09:28
Mikið hvassviðri og alls konar foktjón Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi. Innlent 25. september 2022 08:25
„Algjör eyðilegging“ vegna Fionu Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum Erlent 24. september 2022 21:48
Búist við mikilli ölduhæð Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu. Innlent 24. september 2022 20:50
Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Innlent 24. september 2022 19:59
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Innlent 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Veður 24. september 2022 16:27
Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum. Veður 24. september 2022 08:22
Gular viðvaranir gefnar út vegna hvassviðrisins um helgina Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á vestur- og norðurhluta landsins vegna hvassviðrisins sem skellur á landið annað kvöld. Veður 23. september 2022 09:48
Vaxandi suðvestanátt á morgun og stormur seint um daginn Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, strekkingi norðvestanlands en annars hægum vindi. Víða verður léttskýjað, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig. Veður 23. september 2022 07:12
Norðvestan gola, skúrir og fremur svalt Veðurstofan spáir norðvestan golu eða kalda í dag, skúraleiðingum og og fremur svölu veðri. Hitinn kemst þó líklega í þrettán til fjórtán stig á Suðausturlandi þegar best lætur. Veður 22. september 2022 07:22
Miklar hitasviptingar gætu fylgt haustlægð um helgina Hiti gæti náð tuttugu gráðum einhvers staðar á Austurlandi þegar haustlægð nálgast landið á laugardag. Á aðfaranótt sunnudags fara hins vegar kuldaskil yfir landið og gæti hitinn þá snarlækkað. Innlent 21. september 2022 08:44
Hiti að fjórtán stigum Reikna má með hægviðri á landinu í dag, en sunnan fimm til tíu metrum á sekúndu með austurströndinni. Veður 21. september 2022 07:11
Rigning með köflum og áfram hlýtt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en að tíu metrum á sekúndu við suður- og vesturströndina. Má búst við rigningu með köflum, en bjartviðri austanlands fram á kvöld. Veður 20. september 2022 07:08
Suðlægar áttir og vætusamt í dag og á morgun Suðlægar áttir verða ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri bæði í dag og á morgun, einkum sunnan og vestantil. Þó má einnig gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi. Veður 19. september 2022 06:54
Allt að fimmtán stiga hiti í dag Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld. Veður 18. september 2022 08:12