Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 16:20 Lilja Alfreðsdóttir ráðherra birti þessa mynd frá heimsókn ríkisstjórnarinnar í Mjóafjörð þann 1. september síðastliðinn. Lilja Dögg Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta. Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“ Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“
Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44
Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19
Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53