Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Það er enginn að fara að stoppa mig“

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk.

Tónlist
Fréttamynd

Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði

„Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“

„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra.

Tónlist
Fréttamynd

Liðsmaður De La Soul látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna og A$AP eiga von á öðru barni

Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 

Lífið
Fréttamynd

Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi

Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall.

Tónlist
Fréttamynd

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Kepp­endur Söngva­­keppninnar trylla leik­­skóla landsins

Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum.

Lífið
Fréttamynd

Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekju­skarðinu

„Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Lífið
Fréttamynd

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið
Fréttamynd

Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“

„Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið.

Lífið
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar.

Tónlist
Fréttamynd

Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu

Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi.

Lífið