Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2024 07:47 Hin tvítuga Eden Golan mun flytja framlag Ísraels á Eurovision í Malmö í maí. Ljóst er að lagið verður flutt á herbresku. Eurovision Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983. Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Þetta varð ljóst í gærkvöldi þar sem dómnefnd í þáttunum Kochav Haba komst að þeirri niðurstöðu að hin tvítuga Golan skyldi flytja framlag Ísraels. Það kemur svo í ljós síðar hvert lagið verður sem verður flutt. Víða um álfuna, ekki síst á Íslandi, eru háværar raddir um að rétt væri að meina Ísrael þátttöku í Eurovision vegna árása Ísraela á Gasa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur þó hafnað slíku og segist vilja halda sig við þá stöðu keppninnar að vera ópólitískur viðburður sem sameinar fólk um allan heim í gegnum tónlist. SVT segir frá því að ísraelska ríkissjónvarpið hafi árið 1999 fallið frá kröfum um að fulltrúi landsins skyldi flytja framlagið landsins á þjóðtungu landsins, það er hebresku, en ríkissjónvarpið Kan 11 hefur nú ákveðið að framlagið í ár skuli flutt á herbresku. Þá hefur dómnefndin sömuleiðis ákveðið að velja skuli „mest verðuga lagið til að koma fram fyrir Ísraels hönd í ljósi þess flókna tímabils sem Ísrael hefur gengið í gegnum síðustu mánuði,“ að því er fram kemur í frétt Jerusalem Post. Ljóst má vera að það verði að minnsta kosti tveir ísraelskir tónlistarmenn sem munu stíga á Eurovision-sviðið í maí en fulltrúi Lúxemborgar verður ísraelska söngkonan Tali Golergant og mun hún flytja lagið Fighter. Lúxemborg verður með í Eurovision í ár í fyrsta sinn í langan tíma, en landið tók síðast þátt árið 1993. Lúxemborg er þó enn eitt sigursælasta landið í Eurovision, enda hefur það landað sigri í heil fimm skipti – 1961, 1965, 1972, 1973, 1983.
Eurovision Ísrael Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira