Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2024 08:56 Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi. YouTube Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. „Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum. Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
„Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum.
Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist