
„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“
Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta.
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta.
Konur í tónlist hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og mismunun innan tónlistarbransans.
333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar.
Þórunn Erna Clausen sendir frá sér lagið Man aðeins þig. Textinn fjallar um manneskju sem getur ekki sofið því slæmar minningar leita á hana stanslaust.
Rapparinn Góði úlfurinn var að senda frá sér nýtt lag en hann sló í gegn fyrir nokkrum vikum með fyrsta laginu sínu, Græða peninginn.
Selfyssingurinn Karitas Harpa Davíðsdóttir, sem vann söngkeppnina The Voice í febrúar, syngur Winter Wonderland órafmagnað.
Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær.
Óskar Steinn Ómarsson setur spurningamerki við texta nýja lagsins Giftur leiknum með Herra Hnetusmjöri. Hann segir að um skaðlegan texta sé að ræða, aðallega fyrir ungt fólk. Óskar Steinn tekur þó fram að hann trúi að textinn hafi verið saminn í hugsunarleysi.
Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa.
Rapparinn Lexi Picasso var í miklu stuði í útvarpsþættinum Kronik á X-inu á föstudaginn.
Ný útgáfa af laginu Perfect kom út fyrir helgi þar sem Beyoncé syngur með Sheeran.
Tónlistarmaðurinn Oculus stendur fyrir nýrri tónleikaseríu sem verður haldin á skemmtistaðnum Paloma. Staðurinn verður fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum þar sem lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi.
Söngvarinn Högni Egilsson gaf í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Komdu með.
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu tónlistina í kvikmynd en hann gerði tónlistina fyrir kvikmyndina Arrival sem kom út árið 2016.
Á plötunni Out of the dark með hljómsveitinni Beebee and the bluebirds gerir söngkonan Brynhildur Oddsdóttir upp skilnað sem hún gekk í gegnum. Útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en í janúar en þangað til ætlar Brynhildur að slaka
Í tilefni þess að 2017 ár eru frá því jólin voru fundin upp sendir Baggalútur frá sér splunkunýtt jólalag.
Sönkonan Sigríður Beinteinsdóttir, mun ásamt góðkunnum listamönnum, koma fram á sérstökum jólatónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Tónleikarnir eru hluti af Norður og niður, tónlistarhátið Sigur Rósar sem haldin verður í Hörpu um jólin.
Steinþór Helgi er landsþekktur fyrir að kynda upp í partíum og hér er auðvitað engin breyting á og hann skellir hér í tíu laga veislu fyrir lesendur Lífsins.
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla í desember að ferðast með fólk aftur í tímann um nokkra áratugi á jólaskemmtun sinni. Þau eru miklir aðdáendur amerískra jólalaga frá sjötta og sjöunda áratugnum.
Tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni hér á landi í upphafi næsta árs. Ísland verður fyrsta stopp á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns, Bobs Marley.
Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002.
Hljómsveitin Sykur býr sig nú undir að gefa út sína fyrstu plötu síðan árið 2011. Þau hafa meira verið í því að spila erlendis síðustu ár en munu bæta úr því og halda stórtónleika hér á landi í desember.
Tónlistarkonan berst nú fyrir því að sýna myndband við lagið Pussypics, þar sem sköp eru í aðalhlutverki.
Lúðrasveitin Svanur hefur sett brag sinn á bæjarlíf Reykvíkinga síðan 1930. Í dag blæs sveitin til tölvuleikjatónleikaveislu í Hörpu en hún hélt sambærilega tónleika árið 2013 sem vöktu mikla lukku.
Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið tilefni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir.
Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun.
Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera.
Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi.