Bárður tekur við af Borce á Króknum Bárður Eyþórsson er kominn aftur í slaginn eftir 19 mánaða fjarveru og hefur tekið við þjálfun Tindastóls í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 22. október 2011 15:20
KR-ingar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga - myndir KR varð í gær fyrsta liðið til að vinna sigur á ungu og efnilegu liði Njarðvíkur í Iceland Express-deild karla en þriðju umferð tímabilsins lauk í gær. Körfubolti 22. október 2011 09:15
Vilja stöðva einelti og önnur samfélagsmein Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið Njarðvíkur skartar auglýsingu á búningi sínum þar sem stendur: „Stöðvum einelti.“ Forkólfar körfuknattleiksdeildarinnar segja að einelti sé samfélagslegt vandamál á Suðurnesjum og þeir vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn þessu samfélagsmeini. Körfubolti 22. október 2011 08:00
Ingi Þór: Ég hef aldrei séð annað eins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var afar ósáttur við hvernig tekið var á lokaandartökum leiks sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 21. október 2011 23:16
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Snæfell 85-83 Þór Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á deildarmeisturum Snæfells á heimavelli sínum í kvöld 85-83 með flautukörfu Marko Latinovic. Þór skoraði sjö síðustu stig leiksins á síðustu mínútu leiksins og hreinlega stal sigrinum sem virtist blasa við Snæfelli. Körfubolti 21. október 2011 21:00
Haukar - Stjarnan 68-89 Stjörnumenn lentu ekki í vandræðu með Hauka í kvöld en liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sigur Garðbæinga var aldrei í hættu en þeir unnu að lokum 21 stigs sigur, 89-68. Körfubolti 21. október 2011 20:56
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 85-74 Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Lokastaðan 85-74. Körfubolti 21. október 2011 20:53
Bartolotta líður eins og Rocky Balboa ÍR-ingurinn Jommy Bartolotta var fluttur burt úr Röstinni í Grindavík í gær eftir að hafa orðið fyrir Grindvíkingnum, J´Nathan Bullock. Körfubolti 21. október 2011 16:24
Borce Ilievski hættur sem þjálfari Tindastóls Borce Ilievski sagði í gærkvöldu upp störfum sem þjálfari Tindastóls í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir að Tindastóll tapaði þriðja leiknum sínum í röð. Þetta kemur fram á karfan.is. Körfubolti 21. október 2011 09:15
Úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld - Grindavík, Keflavík og Fjölnir unnu Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en þetta voru fyrstu þrír leikirnir í þriðju umferðinni sem síðan lýkur á morgun. Grindvík, Keflavík og Fjölnir fögnuðu sigri í leikjum kvöldsins. Grindavík er búið að vinna alla leiki sína, Keflavík þá tvo síðustu en þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna í vetur. Körfubolti 20. október 2011 22:07
Valsmenn fengu aftur skell á heimavelli - Keflavík vann með 30 stigum Valsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Iceland Express deild karla þegar Keflvíkingar komu í Vodafonehöllina í kvöld og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjarliðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur. Körfubolti 20. október 2011 21:04
Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli. Körfubolti 20. október 2011 20:56
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73 Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Körfubolti 20. október 2011 20:45
NFL-leikmaðurinn í Grindavík nefbraut James Bartolotta í kvöld James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir skelfilegt samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 20. október 2011 20:07
Horton ekki hrifinn af íslenskum dómurum Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur löngum verið frekar óvinsæll hjá KR-ingum. Hann hefur nú eignast nýjan aðdáanda í Ed Horton, leikmanni félagsins. Körfubolti 20. október 2011 15:00
Húnarnir sjóðandi heitir Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Körfubolti 20. október 2011 06:00
Icelandic Glacial höllin er nýjasta nafnið í íþróttahúsaflóru úrvalsdeildarinnar Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur gert þriggja ára samstarfssamning við fyrirtækið Icelandic Water Holdings og fyrsti heimaleikur liðsins í úrvalsdeild karla í fjögur og hálft ár verður því spilaður í Icelandic Glacial höllinni. Körfubolti 19. október 2011 14:30
Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81. Körfubolti 18. október 2011 14:45
Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17. október 2011 21:20
Snæfell vann KR - Sigrar hjá Njarðvík og Stjörnunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar helst góður sigur Snæfellinga á Íslandsmeisturum KR á heimavelli, 116-100. Körfubolti 17. október 2011 20:50
Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri. Körfubolti 17. október 2011 13:00
Grindavík skellti Fjölni - myndir Hið sterka lið Grindavíkur lenti ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn í Grafarvoginum í gær. Körfubolti 17. október 2011 06:30
Sigurður: Förum í alla leiki til að vinna "Þetta var flottur sigur, við náðum takmarkinu okkar hér í kvöld," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir 95-73 sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld. Körfubolti 16. október 2011 21:45
Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman "Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld. Körfubolti 16. október 2011 21:36
Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili. Körfubolti 16. október 2011 21:25
Allt eftir bókinni í Iceland Express-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Keflavík, Grindavík og Þór Þorlákshöfn unnu öll frekar auðvelda sigra á andstæðingum sínum. Körfubolti 16. október 2011 21:05
Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld. Körfubolti 14. október 2011 22:11
Pétur: Hefði frekar viljað spila illa í 38 mínútur og vinna Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir 89-93 tap gegn Snæfelli í kvöld þar sem Haukar glopruðu niður unnum leik á síðustu tveimur mínútum leiksins. Körfubolti 14. október 2011 22:09
Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans. Körfubolti 14. október 2011 21:08
Umfjöllun: Lokaspretturinn tryggði Snæfelli tvö stig á Ásvöllum Snæfellingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 93-89, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Haukar voru í fínni stöðu tæpum þremur mínútum fyrir leikslok en Snæfellingar unnu lokakafla leiksins 12-3 og tryggðu sér sigurinn. Körfubolti 14. október 2011 20:59