Þátturinn Liðið mitt hefur aftur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld en í þetta sinn verða leikmenn Snæfells heimsóttir.
Sem fyrr er það Sverrir Bergmann sem hefur umsjón með þættinum sem verður frumsýndur klukkan 19.30 í kvöld. Hann verður svo endursýndur á næstu dögum.
Í myndbrotinu hér fyrir ofan sýnir Sveinn Arnar Davíðsson á sér nýja hlið en hann hefur verið að reyna fyrir sér í tónlistinni.
