Bikarhátíð í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2014 10:30 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem spila um helgina. Fréttablaðið/Daníel Grindvíkingar enda þriggja leikja taphrinu sína í Laugardalshöllinni og Snæfellskonur vinna fyrsta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins, hafi spámenn Fréttablaðsins rétt fyrir sér. Fréttablaðið leitaði til sjö leikmanna og þjálfara úr Dominos-deild karla og sex leikmanna úr Dominos-deild kvenna til að spá um hvaða lið vinni bikarinn í Höllinni í dag. Þótt þau búist mörg við jöfnum leikjum þá er nær öll á því að Grindavík og Snæfell komi heim með bikarinn í kvöld.Þrjú-núll fyrir Snæfell í vetur Fimm af sex spá Snæfelli sigri í úrslitaleik kvenna. Hildur Sigurðardóttir fær þrjú atkvæði sem líklegasti maður leiksins en Chyanna Brown tvö. Lele Hardy fær síðan sjötta atkvæðið hjá KR-ingnum Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur sem er sú eina sem spáir Haukum sigri. Snæfellskonur urðu deildarmeistarar síðasta sunnudag og eiga því möguleika á því að vinna tvo titla á innan við viku. Kvennalið Snæfells hafði aldrei áður unnið deildarmeistaratitilinn og tapaði í Höllinni fyrir tveimur árum í fyrsta og eina bikarúrslitaleik liðsins.Lele Hardy örlagavaldur síðast Í liði Hauka er einn af örlagavöldum Snæfellsliðsins í Höllinni fyrir tveimur árum. Lele Hardy var með tröllatvennu (26 stig og 24 fráköst) þegar Njarðvík vann Snæfell í úrslitaleiknum 2012 og nú er hún mætt á ný í Höllina og að þessu sinni með Haukunum sem hafa verið mikið bikarlið undanfarinn tæpan áratug. Snæfell er með átta stiga forskot á Hauka í deildinni og hefur unnið alla þrjá innbyrðisleiki liðanna, þar af tvo þá síðustu með samtals 28 stiga mun. Hardy er vissulega með tröllatvennu að meðtali í þessum leikjum (28,0 stig og 20,3 fráköst) en hefur bara hitt úr 30 prósent skota sinna. Það vegur þungt.Bæði lið í stórsókn á árinu 2014 Sex af sjö spá Grindavík sigri á ÍR í úrslitaleik karla og bæði Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Lewis Clinch fá þrjár tilnefningar hvor sem menn leiksins. Jóhann Árni Ólafsson fær eina. Nigel Moore fær síðan síðasta atkvæðið frá Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni sem er sá eini sem spáir ÍR sigri. Grindvíkingar hafa þurft að sætta sig við þrjú bikarsilfur á síðustu fjórum árum en að þessu sinni komust þeir í bikarúrslitaleikinn eftir að hafa slegið bæði Keflavík og Njarðvík út á leiðinni í Höllina. ÍR-ingar hafa fagnað sigri í tvö síðustu skiptin sín í Höllinni en liðið er sannkallað Lazarus-lið, hefur enda umbreyst úr einu lélegasta liði deildarinnar í eitt það skeinuhættasta á aðeins tæpum tveimur mánuðum. Liðið sem sat í fallsæti um jólin spilar nú um fyrsta stóra titil tímabilsins og er í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nigel Moore-áhrifin hafa verið til umfjöllunar í Fréttablaðinu en sjaldan hafa Kanaskipti heppnast jafn vel og þarna hjá Örvari Þór Kristjánssyni þjálfara ÍR. Þetta verður því allt annað ÍR-lið í Laugardalshöllinni í dag en tapaði með 25 stigum fyrir Grindavík í lok október (73-98).Síðasti leikur liðanna lofar góðu Grindvíkingar fengu hins vegar að kynnast því frá fyrstu hendi þegar ÍR vann tveggja stiga sigur í leik liðanna í Seljaskólanum í janúar. Reyndar voru Grindvíkingar þá líka búnir að skipta um Bandaríkjamann með góðum árangri. Lewis Clinch er í hópi allra bestu leikmanna deildarinnar. Grindvíkingar hafa byrjað árið 2014 með átta sigrum í fyrstu níu leikjum sínum í deild og bikar en eina liðið sem hefur unnið þá á árinu til þessa er einmitt lið ÍR. Hvort sá leikur hefur verið víti til varnaðar fyrir Grindavíkurliðið eða áfylling á sjálfstrauststankinn hjá Breiðhyltingum kemur ekki í ljós fyrr en á fjölum Hallarinnar í dag. Úrslitaleikur kvenna milli Snæfells og Hauka hefst klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni en leikur Grindavíkur og ÍR hefst klukkan 16.00. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Grindvíkingar enda þriggja leikja taphrinu sína í Laugardalshöllinni og Snæfellskonur vinna fyrsta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins, hafi spámenn Fréttablaðsins rétt fyrir sér. Fréttablaðið leitaði til sjö leikmanna og þjálfara úr Dominos-deild karla og sex leikmanna úr Dominos-deild kvenna til að spá um hvaða lið vinni bikarinn í Höllinni í dag. Þótt þau búist mörg við jöfnum leikjum þá er nær öll á því að Grindavík og Snæfell komi heim með bikarinn í kvöld.Þrjú-núll fyrir Snæfell í vetur Fimm af sex spá Snæfelli sigri í úrslitaleik kvenna. Hildur Sigurðardóttir fær þrjú atkvæði sem líklegasti maður leiksins en Chyanna Brown tvö. Lele Hardy fær síðan sjötta atkvæðið hjá KR-ingnum Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur sem er sú eina sem spáir Haukum sigri. Snæfellskonur urðu deildarmeistarar síðasta sunnudag og eiga því möguleika á því að vinna tvo titla á innan við viku. Kvennalið Snæfells hafði aldrei áður unnið deildarmeistaratitilinn og tapaði í Höllinni fyrir tveimur árum í fyrsta og eina bikarúrslitaleik liðsins.Lele Hardy örlagavaldur síðast Í liði Hauka er einn af örlagavöldum Snæfellsliðsins í Höllinni fyrir tveimur árum. Lele Hardy var með tröllatvennu (26 stig og 24 fráköst) þegar Njarðvík vann Snæfell í úrslitaleiknum 2012 og nú er hún mætt á ný í Höllina og að þessu sinni með Haukunum sem hafa verið mikið bikarlið undanfarinn tæpan áratug. Snæfell er með átta stiga forskot á Hauka í deildinni og hefur unnið alla þrjá innbyrðisleiki liðanna, þar af tvo þá síðustu með samtals 28 stiga mun. Hardy er vissulega með tröllatvennu að meðtali í þessum leikjum (28,0 stig og 20,3 fráköst) en hefur bara hitt úr 30 prósent skota sinna. Það vegur þungt.Bæði lið í stórsókn á árinu 2014 Sex af sjö spá Grindavík sigri á ÍR í úrslitaleik karla og bæði Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Lewis Clinch fá þrjár tilnefningar hvor sem menn leiksins. Jóhann Árni Ólafsson fær eina. Nigel Moore fær síðan síðasta atkvæðið frá Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni sem er sá eini sem spáir ÍR sigri. Grindvíkingar hafa þurft að sætta sig við þrjú bikarsilfur á síðustu fjórum árum en að þessu sinni komust þeir í bikarúrslitaleikinn eftir að hafa slegið bæði Keflavík og Njarðvík út á leiðinni í Höllina. ÍR-ingar hafa fagnað sigri í tvö síðustu skiptin sín í Höllinni en liðið er sannkallað Lazarus-lið, hefur enda umbreyst úr einu lélegasta liði deildarinnar í eitt það skeinuhættasta á aðeins tæpum tveimur mánuðum. Liðið sem sat í fallsæti um jólin spilar nú um fyrsta stóra titil tímabilsins og er í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni. Nigel Moore-áhrifin hafa verið til umfjöllunar í Fréttablaðinu en sjaldan hafa Kanaskipti heppnast jafn vel og þarna hjá Örvari Þór Kristjánssyni þjálfara ÍR. Þetta verður því allt annað ÍR-lið í Laugardalshöllinni í dag en tapaði með 25 stigum fyrir Grindavík í lok október (73-98).Síðasti leikur liðanna lofar góðu Grindvíkingar fengu hins vegar að kynnast því frá fyrstu hendi þegar ÍR vann tveggja stiga sigur í leik liðanna í Seljaskólanum í janúar. Reyndar voru Grindvíkingar þá líka búnir að skipta um Bandaríkjamann með góðum árangri. Lewis Clinch er í hópi allra bestu leikmanna deildarinnar. Grindvíkingar hafa byrjað árið 2014 með átta sigrum í fyrstu níu leikjum sínum í deild og bikar en eina liðið sem hefur unnið þá á árinu til þessa er einmitt lið ÍR. Hvort sá leikur hefur verið víti til varnaðar fyrir Grindavíkurliðið eða áfylling á sjálfstrauststankinn hjá Breiðhyltingum kemur ekki í ljós fyrr en á fjölum Hallarinnar í dag. Úrslitaleikur kvenna milli Snæfells og Hauka hefst klukkan 13.30 í Laugardalshöllinni en leikur Grindavíkur og ÍR hefst klukkan 16.00.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira