

NFL
Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Einn besti hlaupari NFL deildarinnar fær nýtt heimili á miðju tímabili
Christian McCaffrey hefur spilað sinn síðasta leik með Carolina Panthers því NFL félagið skipti í gær sinni langstærstu stjörnu til Kaliforníu.

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady
Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

OJ Simpson ósáttur við dómgæsluna: „Fáir sem hafa meiri reynslu af réttarkerfinu“
Dómgæslan í NFL-deildinni í amerískum fótbolta vestanhafs hefur verið milli tannana á fólki í upphafi tímabils og þykir í einhverjum tilfellum full ströng. Sérstaklega vakti dómur gegn Chris Jones úr Kansas City Chiefs í síðustu umferð athygli.

Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi
Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni.

Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði
Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins.

Áhorfandinn sem hljóp inn á völlinn og var „tæklaður“ kærði NFL-stjörnuna
Áhorfandinn sem var tæklaður á Mánudagsleik NFL-deildarinnar milli Los Angeles Rams og San Francisco 49ers hefur nú kært leikmenn Los Angeles Rams fyrir líkamsárás.

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann
Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Beraði sig fyrir framan hótelgesti | Segir NFL vera með samsæri gegn sér
Antonio Brown, fyrrum útherji Pittsburgh Steelers og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni, vakti athygli í bandarískum fjömiðlum um helgina. Enn á ný var það af umdeildum ástæðum.

Lækninum sem mat Tagovailoa leikhæfan sagt upp störfum
Ítrekuð höfuðhögg Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL deildinni eru byrjuð að draga dilk á eftir sér.

Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“
Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.

Var refsað fyrir mjaðmasveiflur: „Þetta er of sexý fyrir NFL-deildina“
Jamaal Williams fékk dæmda á sig athyglisverða óíþróttamannslega villu þegar hann fagnaði snertimarki með Detroit Lions í NFL-deildinni um helgina með mjaðmadansi. Hann segir hreyfingar sínar ekki vera þrykkjur heldur bylgjur.

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?
Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.

Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu
Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi.

Sjáðu tilþrif vikunnar: „Þetta er eins og í Matrix“
Að venju valdi Lokasóknin tilþrif vikunnar úr NFL-deildinni og þau voru ekki af verri gerðinni þessa vikuna.

Trompaðist eftir misheppnaða lokasókn
Bræðiskast sóknarþjálfara NFL-liðsins Buffalo Bills eftir tap fyrir Miami Dolphins í gær hefur vakið mikla athygli.

Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar
Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári.

„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“
Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina.

Snoop Dogg sendi Steelers skýr skilaboð: „Rektu þennan fávita“
Rapparinn Snoop Dogg skráði sig inn í NFL-umræðuna um helgina þar sem hann lét sóknarþjálfara Pittburgh Steelers heyra það á tandurhreinni ensku.

Mættur til æfinga innan við þremur vikum eftir að hafa verið skotinn tvisvar
Þrátt fyrir að hafa verið skotinn tvisvar í lok ágúst er Brian Robinson, nýliði Washington Commanders í NFL-deildinni, mættur aftur til æfinga.

Grillari kveikti í bílum og Tyson fór á völlinn með eiganda Patriots
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir allt það besta, versta, mikilvægasta og skemmtilegasta í fyrstu leikviku NFL-deildarinnar.

Frábær frammistaða Allen greind í þaula í fræðsluhorninu
Bergþór Phillip Pálsson, leikstjórnandi Einherja, verður sérstakur leikgreinandi Lokasóknarinnar í vetur. Hann greindi nokkur atvik í leik Buffalo Bills og Los Angeles Rams í NFL-deildinni.

„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna.

Skin og skúrir á skrautlegum sunnudegi í NFL-deildinni
NFL-deildin fór af stað með miklum látum í gær og eins og venjulega var nóg af háspennu og óvæntum úrslitum.

Dansinn hans Antonio Brown mun verða áberandi í NFL-deildinni
Einn litríkasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Antonio Brown, hefur kvatt deildina en áhrifa hans mun engu að síður gæta í deildinni í vetur.

Meistararnir flengdir í fyrsta leik
Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar.

Lokasóknin hitar upp fyrir opnunarleik NFL-deildarinnar
Tímabilið í NFL-deildinni hefst í nótt og strákarnir í Lokasókninni verða með veglegan upphitunarþátt fyrir stórleikinn í nótt.

Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“
Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri.

Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar
Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar.

Nýliðinn þurfti aðgerð eftir að hafa verið skotinn tvisvar
Brian Robinson mun spila með Washington Commanders í NFL-deildinni á næstu leiktíð. Hann lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu nýverið er tveir menn rændu að ræna bílnum hans. Endaði það með því að Robinson var skotinn tvisvar.

Nýliðinn tók „Billie Jean" með MJ og úr varð geggjuð sena í Hard Knocks
Árlega verða til stjörnur í Hard Knocks þáttunum og í ár er nýliði Detroit Lions liðsins, Aidan Hutchinson, svo sannarlega einn af þeim.