Höfðingjarnir mögulega án eins síns besta manns þegar titilvörnin hefst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 22:31 Travis Kelce í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Images Travis Kelce, innherji NFL-meistara Kansas City Chiefs, gæti verið fjarverandi þegar liðið hefur leik á komandi tímabili. Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira