„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“ Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum. Körfubolti 14. nóvember 2022 17:45
Hefndartúr Dončić heldur áfram | Embiid og Tatum með yfir 40 stig Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers. Körfubolti 13. nóvember 2022 10:02
Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Körfubolti 12. nóvember 2022 11:17
Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Körfubolti 11. nóvember 2022 13:30
LeBron fór meiddur af velli í enn einu tapi Lakers LeBron James fór meiddur af velli þegar Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum, nú fyrir grönnum sínum í Los Angeles Clippers, 114-101. Körfubolti 10. nóvember 2022 10:31
Lögmál leiksins: „Ég er mikill aðdáandi sápuópera þar sem allt gengur á afturfótunum“ Nei eða Já var á sínum stað í þætti vikunnar af Lögmál leiksins. Þar var venju samkvæmt farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta liðna viku. Farið var yfir stöðu mála í Stóra eplinu, klæðnað leikmanna og þjálfara deildarinnar, Nick Nurse og hvort meistarar Golden State ættu að fara hafa áhyggjur. Körfubolti 7. nóvember 2022 23:31
Stjórnarmenn NBA taka í sama streng og Lögmál leiksins: Dagar Kyrie gætu verið taldir Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie. Körfubolti 7. nóvember 2022 20:15
Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Körfubolti 7. nóvember 2022 17:30
LeBron tapaði fyrir gamla liðinu sínu og Lakers áfram í skítamálum LeBron James sótt ekki gull í greipar síns gamla liðs og vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta aukast enn. Körfubolti 7. nóvember 2022 11:20
Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? Körfubolti 6. nóvember 2022 10:31
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. Körfubolti 5. nóvember 2022 16:30
Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Körfubolti 5. nóvember 2022 09:29
Harden frá í mánuð hið minnsta James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna. Körfubolti 4. nóvember 2022 18:01
Kærir San Antonio vegna leikmanns sem beraði sig níu sinnum fyrir framan hana Fyrrverandi sálfræðingur hjá San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta hefur kært félagið og fyrrverandi leikmanns þess sem beraði sig margoft fyrir framan hana. Körfubolti 4. nóvember 2022 11:31
Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar. Körfubolti 4. nóvember 2022 07:30
Sextíu ár síðan leikmaður byrjaði NBA tímabil svona Luka Doncic hélt áfram uppteknum hætti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 33 stig í 103-100 sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz. Körfubolti 3. nóvember 2022 15:01
Bosh fékk síðustu 64 milljóna krónu greiðsluna frá Miami Heat í þessari viku Chris Bosh lék sinn síðasta leik með NBA liði Miami Heat í febrúar 2016 en félagið var enn að borga honum þar til á þriðjudaginn var. Körfubolti 3. nóvember 2022 14:00
NBA-meistarar Golden State í tómu tjóni NBA-meistarar Golden State Warriors er í basli í byrjun á nýju tímabili og hafa enn ekki náð að vinna útileik á leiktíðinni. Körfubolti 2. nóvember 2022 07:32
Steve Nash rekinn frá Brooklyn Nets Körfuboltaþjálfarinn Steve Nash hefur verið vikið úr starfi sínu sem þjálfari NBA-liðsins Brooklyn Nets. Körfubolti 1. nóvember 2022 18:45
Leikmaður Indiana Pacers segir Lakers ætti að ná í sig og liðsfélaga sinn Myles Turner, miðherji Indiana Pacers, vill að Los Angeles Lakers skoði betur að sækja sig til Indiana. Körfubolti 1. nóvember 2022 15:01
„Líkamstjáning manns sem er búinn að gefast upp“ Á meðal þess sem verður tekið fyrir í þætti kvöldsins af Lögmálum leiksins er skelfilegt gengi Brooklyn Nets það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 31. október 2022 15:31
Síðastur til að byrja NBA tímabil eins og Luka í ár hét Michael Jordan Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið illviðráðanlegur í fyrstu leikjum tímabilsins og enn eitt dæmið um það var í nótt. Körfubolti 31. október 2022 14:30
Lakers liðið vann loksins leik í nótt Los Angeles Lakers varð síðasta liðið til að vinna leik í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili en langþráður sigur kom í höfn á móti Denver Nuggets. Körfubolti 31. október 2022 06:39
Bucks en ósigraðir eftir fimm leiki Lið Mailwaukee Bucks hefur heldur betur farið vel af stað í NBA-deildinn í körfubolta, en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í upphafi tímabils. Liðið hafði betur gegn Atlanta Hawks í nótt, 123-115, þar sem Jrue Holiday og Giannis Antetokounmpo fóru fyrir liði Bucks. Körfubolti 30. október 2022 10:16
LeVert og Mitchel báðir með risaleik er Cavaliers hafði betur gegn Celtics Caris LeVert og Donovan Mitchell skoruðu báðir 41 stig fyrir Cleveland Cavaliers er liðið vann níu stiga sigur gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í framlengdum leik í nótt, 132-123. Körfubolti 29. október 2022 10:01
Lélegt lið Lakers enn án sigurs Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Körfubolti 27. október 2022 10:30
Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Körfubolti 26. október 2022 11:31
Nei eða já: Eru Töframennirnir minnst spennandi lið deildarinnar? Liðurinn Nei eða Já var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmáli leiksins og eins og alltaf fóru strákarnir um víðan völl. Körfubolti 25. október 2022 23:28
Hafði ekki gerst í NBA-deildinni síðan 1983 Memphis Grizzlies og Brooklyn Nets buðu upp á sögulega frammistöðu stjörnuleikmanna liðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. október 2022 15:31
Lögmál leiksins: Leikmannahópur Lakers er hryllingur Nýtt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku og í kvöld verður fyrsta vikan gerð upp í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 24. október 2022 15:51