Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 07:30 Djokovic hefur nú kysst 24 bikara á mögnuðum ferli sínum. EPA-EFE/CJ GUNTHER Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum. Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Djokovic lagði Daniil Medvedev í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis á sunnudag. Þar með jafnaði hann met Margaret Court sem vann á sínum tíma 24 risatitla í íþróttinni. Djokovic er nú tveimur risatitlum á undan Rafael Nadal sem hefur unnið 22 á felri sínum og fjórum á undan Roger Federer sem lagði spaðann á hilluna í fyrra. Novak Djokovic continues to write history.@AustralianOpen | @rolandgarros | @Wimbledon pic.twitter.com/RrBFOQdiN6— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2023 Hinn 36 ára gamli Djokovic fór nokkuð lét með Medvedev í úrslitum en Serbinn vann í þremur settum; 6-3, 7-6 (7-5) og 6-3. Þetta var þriðji sigur Djokovic á árinu en hann hafði þegar unnið Opna ástralska og Opna franska. Þá komst hann alla leið í úrslit á Wimbledon en tapaði þar fyrri Carlos Alcaraz. Djokovic, sem trónir á toppi heimslistans, heiðraði Kobe Bryant heitinn eftir sigurinn. Kobe lék lengi vel í treyju númer 24 og vitnaði Djokovic í töluna sem og vináttu þeirra í sigurræðu sinni. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þetta skiptir mig augljóslega öllu máli. Ég er að upplifa bernskudrauminn, að keppa á hæsta getustigi íþróttarinnar sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni svo mikið.“ „Mér datt aldrei í hug að ég myndi standa hér og tala um 24 sigra á risamótum. En á undanförnum tveimur árum hefur mér liðið eins og það sé tækifæri á að skrá sig á spjöld sögunnar, svo af hverju ekki að grípa það?“ Mamba Mentality. pic.twitter.com/2lHTxDl7zI— Los Angeles Lakers (@Lakers) September 11, 2023 „Kobe var góður vinur, við töluðum mikið um hugarfar. Þegar ég var að glíma við meiðsli var hann sá sem ég talaði hvað mest við. Hann var alltaf tilbúinn að gefa manni ráð. Ég hugsaði með mér að hann var númer 24 þegar hann var goðsögn hjá Los Angeles Lakers og um allan heim,“ sagði sigurvegarinn Djokovic að lokum.
Tennis Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira