Nýjar reglur settar um hvíldartíma í NBA deildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 21:30 Adam Silver, stjórnarnefndarmaður NBA deildarinnar. vísir/getty Stjórnarnefnd NBA deildarinnar kom saman í dag og setti fyrir nýjar reglur um hvíldartíma heilbrigðra leikmanna. Lið gætu nú fengið allt að milljón dollara sekt fyrir að hvíla leikmann sem er ekki meiddur. Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira