San Antonio í úrslit Vesturdeildar Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. Körfubolti 20. maí 2008 03:52
Oddaleikur hjá Hornets og Spurs í nótt Í nótt kemur í ljós hvaða lið mætir LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Þá mætast New Orleans Hornets og San Antonio í hreinum úrslitaleik í New Orleans, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 eftir miðnætti. Körfubolti 19. maí 2008 15:47
Wade kaupir kirkju handa móður sinni Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, grét fögrum gleðitárum á blaðamannafundi í gær þegar kirkja sem hann keypti nýverið handa móður sinni var opnuð. Körfubolti 19. maí 2008 11:30
Bynum í hnéuppskurð Miðherjinn Andrew Bynum hjá LA Lakers fer í uppskurð á miðvikudaginn vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í janúar. Bynum átti upphaflega að byrja að spila eftir 8-12 vikur, en hefur ekki náð sér eins og vonir stóðu til. Körfubolti 19. maí 2008 10:17
Boston í úrslit Austurdeildar Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum. Körfubolti 19. maí 2008 00:21
Sagan ekki á bandi Boston Boston Celtics og Cleveland Cavaliers mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á besta tíma, eða klukkan 19:30. Körfubolti 18. maí 2008 11:15
NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf rimmu Boston og Cleveland í oddaleik. Körfubolti 17. maí 2008 11:27
Tveir leikir í beinni í NBA í nótt Sannkölluð körfuboltaveisla verður á NBA TV og Stöð 2 Sport í nótt þegar hægt verður að sjá tvo stórleiki úr úrslitakeppni NBA deildarinnar í beinni útsendingu. Körfubolti 16. maí 2008 19:51
Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Körfubolti 16. maí 2008 07:15
Terry Porter ræðir við Suns Leit Phoenix Suns að nýjum þjálfara er nú í fullum gangi og heimildir ESPN greina frá því í kvöld að Steve Kerr forseti félagsins hafi rætt við fyrrum liðsfélaga sinn Terry Porter um að taka við starfinu. Körfubolti 16. maí 2008 03:29
Carlisle tekinn við Dallas Rick Carlisle hefur verið ráðinn þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við af fyrrum þjálfara ársins, Avery Johnson, sem var rekinn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 16. maí 2008 02:45
Mark Jackson efstur á blaði hjá Suns Mark Jackson verður fyrsti maðurinn sem forráðamenn Phoenix Suns ræða við til að taka við þjálfun liðsins af Mike D´Antoni ef marka má frétt Arizona Republic í kvöld. Körfubolti 15. maí 2008 23:15
Barkley sagður skulda spilavíti yfir 30 milljónir Fyrrum körfuboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley verður kærður til lögreglu ef hann gerir ekki upp ríflega 31 milljón króna skuld sína við spilavíti í Las Vegas. Þetta segir saksóknari í borginni. Körfubolti 15. maí 2008 22:30
Gibson verður ekki með í næsta leik Bakvörðurinn Daniel Gibson getur ekki leikið með liði sínu Cleveland Cavaliers þegar það mætir Boston Celtics í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar annað kvöld. Körfubolti 15. maí 2008 19:23
NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Körfubolti 15. maí 2008 09:15
Boston-Cleveland í beinni á miðnætti Fimmti leikur Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld. Körfubolti 14. maí 2008 17:31
NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Körfubolti 14. maí 2008 09:07
D´Antoni vill láta Knicks spila hratt Mike D´Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix Suns, var í dag formlega ráðinn þjálfari New York Knicks. Hann ætlar að breyta nokkuð um áherslur og vill láta New York liðið spila hraðar en verið hefur, ekki ósvipað því og Suns-liðið gerði undir hans stjórn. Körfubolti 13. maí 2008 18:45
Hvað gera meistararnir í nótt? Fimmti leikur New Orleans Hornets og meistara San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 1:30 í nótt. New Orleans vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínu en San Antonio jafnaði með tveimur öruggum sigrum í Texas. Körfubolti 13. maí 2008 17:41
NBA: Enn tapar Boston á útivelli Cleveland náði í nótt að jafna metin í undanúrslitarimmu liðsins við Boston í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Austurdeildinni. Körfubolti 13. maí 2008 09:32
Horry jafnaði met Abdul-Jabbar Robert Horry, leikmaður San Antonio, jafnaði síðustu nótt met Kareem Abdul-Jabbar í NBA-deildinni þegar hann lék sinn 237. leik í úrslitakeppninni. Körfubolti 12. maí 2008 15:30
San Antonio og Utah jöfnuðu San Antonio og Utah unnu sigra í leikjum næturinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Bæði lið hafa því jafnað metin í viðureignum sínum. Körfubolti 12. maí 2008 10:14
NBA: Cleveland minnkaði muninn Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando. Körfubolti 11. maí 2008 10:06
Utah minnkaði muninn Í nótt fór fram einn leikur í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Utah Jazz vann heimasigur á LA Lakers 104-99. Carlos Boozer átti stórleik hjá Utah en hann skoraði 27 stig, tók 20 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Körfubolti 10. maí 2008 11:07
Anthony falur hjá Denver? Forráðamenn Denver Nuggets eru tilbúnir að ræða málin ef þeir fá góð tilboð í stjörnuleikmanninn Carmelo Anthony í sumar. Þetta kemur fram á Denver Post í dag. Körfubolti 9. maí 2008 20:00
Tapar Lakers fyrsta leiknum í nótt? Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt. Körfubolti 9. maí 2008 18:42
Kobe Bryant fékk flest atkvæði í úrvalslið NBA Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið NBA deildarinnar í vetur. Kobe Bryant, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins, fékk fullt hús atkvæða í fyrsta úrvalslið deildarinnar. Körfubolti 9. maí 2008 17:00
NBA: Celtics vann aftur Boston Celtics vann í nótt sinn annan sigur á Cleveland á meðan að San Antonio vann loks sinn fyrsta leik gegn New Orleans Hornets. Körfubolti 9. maí 2008 09:25
Hack-a-Shaq fyrirbærið til skoðunar í NBA David Stern, forseti NBA, segir að mótanefnd deildarinnar ætli sér að taka fyrirbærið Hack-a-Shaq til skoðunar þegar hún kemur saman í Orlando í næsta mánuði. Körfubolti 8. maí 2008 13:37
Lakers taplaust í úrslitakeppninni Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Körfubolti 8. maí 2008 09:37