NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

San Antonio í úrslit Vesturdeildar

Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Oddaleikur hjá Hornets og Spurs í nótt

Í nótt kemur í ljós hvaða lið mætir LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Þá mætast New Orleans Hornets og San Antonio í hreinum úrslitaleik í New Orleans, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum í hnéuppskurð

Miðherjinn Andrew Bynum hjá LA Lakers fer í uppskurð á miðvikudaginn vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í janúar. Bynum átti upphaflega að byrja að spila eftir 8-12 vikur, en hefur ekki náð sér eins og vonir stóðu til.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston í úrslit Austurdeildar

Boston tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir 97-92 sigur á Cleveland í oddaleik liðanna í Boston. Paul Pierce og LeBron James háðu mikið einvígi í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan ekki á bandi Boston

Boston Celtics og Cleveland Cavaliers mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á besta tíma, eða klukkan 19:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Terry Porter ræðir við Suns

Leit Phoenix Suns að nýjum þjálfara er nú í fullum gangi og heimildir ESPN greina frá því í kvöld að Steve Kerr forseti félagsins hafi rætt við fyrrum liðsfélaga sinn Terry Porter um að taka við starfinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Carlisle tekinn við Dallas

Rick Carlisle hefur verið ráðinn þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við af fyrrum þjálfara ársins, Avery Johnson, sem var rekinn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Gibson verður ekki með í næsta leik

Bakvörðurinn Daniel Gibson getur ekki leikið með liði sínu Cleveland Cavaliers þegar það mætir Boston Celtics í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

D´Antoni vill láta Knicks spila hratt

Mike D´Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix Suns, var í dag formlega ráðinn þjálfari New York Knicks. Hann ætlar að breyta nokkuð um áherslur og vill láta New York liðið spila hraðar en verið hefur, ekki ósvipað því og Suns-liðið gerði undir hans stjórn.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað gera meistararnir í nótt?

Fimmti leikur New Orleans Hornets og meistara San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 1:30 í nótt. New Orleans vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínu en San Antonio jafnaði með tveimur öruggum sigrum í Texas.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah minnkaði muninn

Í nótt fór fram einn leikur í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Utah Jazz vann heimasigur á LA Lakers 104-99. Carlos Boozer átti stórleik hjá Utah en hann skoraði 27 stig, tók 20 fráköst og átti 3 stoðsendingar.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony falur hjá Denver?

Forráðamenn Denver Nuggets eru tilbúnir að ræða málin ef þeir fá góð tilboð í stjörnuleikmanninn Carmelo Anthony í sumar. Þetta kemur fram á Denver Post í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Tapar Lakers fyrsta leiknum í nótt?

Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Celtics vann aftur

Boston Celtics vann í nótt sinn annan sigur á Cleveland á meðan að San Antonio vann loks sinn fyrsta leik gegn New Orleans Hornets.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers taplaust í úrslitakeppninni

Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit.

Körfubolti