Ein frægasta og virtasta körfuboltakona heims, bandaríski framherjinn Tina Thompson, mun leika með Los Angeles Sparks á næsta tímabili. Thompson hefur leikið allan sinn feril með Houston Comets en varð að finna sér annað lið þegar hennar félag til tólf ára fór á hausinn.
Tina Thompson vann WNBA-deildin fjórum sinnum með Houston Comets á árunum 1997 til 2000. Hún er orðin 34 ára gömul en er ekkert að gefa eftir og er enn talin með bestu og fjölhæfustu leikmönnum WNBA-deildarinnar. Hún vann gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2004 og 2008.
„Ég er mjög spennt fyrir því að snúa aftur heim. Ég er búin að vera lengi í burtu en nú fæ ég aftur tækifæri til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini. Hér hófst körfuboltinn hjá mér," sagði Tina Thompson sem gekk í University of Southern California á sínum tíma.
Tina ætlar að spila í treyju númer 32 til heiðurs Magic Johnson. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Tinu frá því að hún spilaði með USC," sagði Magic Johnson. „Hún er frábær kona innan sem utan vallar og frábær móðir að auki," sagði Magic en Tina á barn með NBA-leikmanninum Damon Jones sem fæddist í maí 2005.
„Hún hefur reynsluna af því að vinna titla og kemur til með að hjá Lisu og Sparks-liðinu að koma með titilinn aftur til LA. Það er mikill heiður fyrir mig að hún ætli að spila í minni gömlu treyju númer 32," sagði Magic Johnson en númer er hans er uppi í rjáfri í Staples Center og ekki í boði fyrir leikmenn Lakers-liðsins.
Tina Thompson er önnur stigahæsta kona WNBA-deildarinnar frá upphafi með 5424 stig í 332 leikjum. Thompson mun nú með spila með Lisu leslie sem hefur skorað 5909 stig á sínum ferli í WNBA. Tina hefur skorað 16,3 stig og tekið 6,7 fráköst að meðaltali í WNBA-deildinni.