NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2009 11:00 LeBron James og Ray Allen ræða við einn dómara leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira