LeBron James með 51 stig í sigri í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2009 10:04 LeBron skorar hér tvö af stigum sínum í nótt. Mynd/GettyImages LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni. LeBron náði ekki að vera með þrennu fjórða leikinn í röð því auk stiganna þá var hann með 9 stoðsendingar og 4 fráköst. Að venju tók LeBron leikinn yfir í lokin og skoraði 22 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. „Nú þarf ég að láta LeBron spila mikið því við erum ekki að spila vel varnarlega. Við getum ekki unnið leiki án LeBron en við getum heldur ekki unnið leiki án þess að spila vörn," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland eftir leikinn. Með sigrinum tryggði Cleveland sér sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni en það hefur ekki gerst síðan 1976. „Það voru komin 33 ár síðan félagið gat síðast hengt upp fána og það er löngu áður en ég fæddist. Við erum Miðdeildar-meistarar og getum verið stoltir af því," sagði LeBron í leikslok. Leon Powe var með 30 stig og 11 frásköst í þegar Boston Celtics vann Memphis Grizzlies 102-92. Ray Allen bætti við 22 stigum fyrir Boston en hjá Grizzlies var Rudy Gay stigahæstur með 26 stig. Memphis-liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Richard Hamilton átti enn einn stórleikinn í fjarveru Allen Iverson og var með 24 stig og 16 stoðsendingar þegar Detroit Pistons vann 99-95 útisigur á Toronto Raptors eftir framlengingu. Antonio McDyess var með 16 stig og 13 fráköst fyrir Detroit sem unnu alla leik tímabilsins á móti Toronto í fyrsta sinn síðan 1997-98. Chris Bosh var með 27 stig og 10 fráköst hjá Toronto og Jose Calderon bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en það kom þó ekki í veg fyir sjöunda tap liðsins í röð. Yao Ming var með 23 stig og Ron Artest var allt í öllu í vörn og sókn í lokin á 91-86 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats. Gerald Wallace var með 17 stig fyrir Bobcats. Thaddeus Young setti persónulegt met með 31 stigi í 104-101 sigri Philadelphia 76ers á Chicago Bulls. Andre Iguodala var með 25 stig en þetta var síðasti leikurinn sem 76ers spila í hinni 42 ára gömlu Spectrum-höll. Chris Paul var með 30 stig þegar New Orleans Hornets vann Milwaukee Bucks 95-86 en þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir Bucks sem hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Þrenna Jasons Kidd var ekki nóg fyrir Dallas Mavericks í nótt þegar liðið tapaði 119-110 á móti Golden State Warriors á útivelli. Kidd var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Dallas tapaði í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stephen Jackson var með 31 stig hjá Golden State og Monta Ellis var litlu síðri með 29 stig og 11 fráköst. Brandon Roy skoraði 24 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann New Jersey Nets, 109-100. Deven Harris var með 27 stig fyrir New Jersey sem er að gefa eftir og tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Hinn örsmái Nate Robinson er sjóðandi heitur þessa daganna og í nótt var hann með 25 stig í 102-94 útisigri New York Knicks á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var líka með 24 stig í þriðja sigri New York í röð. Ryan Gomes skoraði 28 stig fyrir Minnesota. Dwight Howard var með 18 stig og 13 fráköst auk þess að setja persónulegt met með 7 stoðsendingum í 112-103 sigri Orlando Magic á Washington Wizards. Antawn Jamison skoraði 36 stig fyrir Wizards. Joe Johnson fór yfir 30 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í 101-86 sigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Al Horford var með 17 stig og 15 fráköst í fjórða sigri Hawks í röð. T.J. Ford skoraði 29 stig fyrir Indiana eftir að hafa skorað 14 síðustu stig liðsins í leiknum. NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni. LeBron náði ekki að vera með þrennu fjórða leikinn í röð því auk stiganna þá var hann með 9 stoðsendingar og 4 fráköst. Að venju tók LeBron leikinn yfir í lokin og skoraði 22 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. „Nú þarf ég að láta LeBron spila mikið því við erum ekki að spila vel varnarlega. Við getum ekki unnið leiki án LeBron en við getum heldur ekki unnið leiki án þess að spila vörn," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland eftir leikinn. Með sigrinum tryggði Cleveland sér sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni en það hefur ekki gerst síðan 1976. „Það voru komin 33 ár síðan félagið gat síðast hengt upp fána og það er löngu áður en ég fæddist. Við erum Miðdeildar-meistarar og getum verið stoltir af því," sagði LeBron í leikslok. Leon Powe var með 30 stig og 11 frásköst í þegar Boston Celtics vann Memphis Grizzlies 102-92. Ray Allen bætti við 22 stigum fyrir Boston en hjá Grizzlies var Rudy Gay stigahæstur með 26 stig. Memphis-liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Richard Hamilton átti enn einn stórleikinn í fjarveru Allen Iverson og var með 24 stig og 16 stoðsendingar þegar Detroit Pistons vann 99-95 útisigur á Toronto Raptors eftir framlengingu. Antonio McDyess var með 16 stig og 13 fráköst fyrir Detroit sem unnu alla leik tímabilsins á móti Toronto í fyrsta sinn síðan 1997-98. Chris Bosh var með 27 stig og 10 fráköst hjá Toronto og Jose Calderon bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en það kom þó ekki í veg fyir sjöunda tap liðsins í röð. Yao Ming var með 23 stig og Ron Artest var allt í öllu í vörn og sókn í lokin á 91-86 sigri Houston Rockets á Charlotte Bobcats. Gerald Wallace var með 17 stig fyrir Bobcats. Thaddeus Young setti persónulegt met með 31 stigi í 104-101 sigri Philadelphia 76ers á Chicago Bulls. Andre Iguodala var með 25 stig en þetta var síðasti leikurinn sem 76ers spila í hinni 42 ára gömlu Spectrum-höll. Chris Paul var með 30 stig þegar New Orleans Hornets vann Milwaukee Bucks 95-86 en þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir Bucks sem hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Þrenna Jasons Kidd var ekki nóg fyrir Dallas Mavericks í nótt þegar liðið tapaði 119-110 á móti Golden State Warriors á útivelli. Kidd var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Dallas tapaði í fyrsta sinn í fjórum leikjum. Stephen Jackson var með 31 stig hjá Golden State og Monta Ellis var litlu síðri með 29 stig og 11 fráköst. Brandon Roy skoraði 24 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann New Jersey Nets, 109-100. Deven Harris var með 27 stig fyrir New Jersey sem er að gefa eftir og tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Hinn örsmái Nate Robinson er sjóðandi heitur þessa daganna og í nótt var hann með 25 stig í 102-94 útisigri New York Knicks á Minnesota Timberwolves. Wilson Chandler var líka með 24 stig í þriðja sigri New York í röð. Ryan Gomes skoraði 28 stig fyrir Minnesota. Dwight Howard var með 18 stig og 13 fráköst auk þess að setja persónulegt met með 7 stoðsendingum í 112-103 sigri Orlando Magic á Washington Wizards. Antawn Jamison skoraði 36 stig fyrir Wizards. Joe Johnson fór yfir 30 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í 101-86 sigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Al Horford var með 17 stig og 15 fráköst í fjórða sigri Hawks í röð. T.J. Ford skoraði 29 stig fyrir Indiana eftir að hafa skorað 14 síðustu stig liðsins í leiknum.
NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira