

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

NBA í nótt: Fimmti heimasigur Knicks í röð
New York Knicks vann sinn fimmta heimasigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Atlanta Hawks, 112-104, í nótt.

Fékk tvisvar heilahristing á þremur dögum
Framherjinn rauðbirkni Brian Scalabrine hjá meistaraliði Boston Celtics í NBA deildinni verður frá keppni um óákveðinn tíma eftir að hafa fengið heilahristing í tvígang á aðeins þremur dögum.

Treyja Kobe Bryant aftur vinsælust
Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA deildinni er aftur kominn í efsta sætið yfir vinsælustu keppnistreyjuna. Á sama hátt er búningur LA Lakers sá söluhæsti í deildinni.

NBA í nótt: Charlotte með gott tak á Lakers
Charlotte vann í nótt sigur á LA Lakers í tvíframlengdum leik, 117-110, og sýndi að liðið er með gott tak á einu besta liði deildarinnar.

NBA í nótt: Phoenix vann Washington
Phoenix Suns lauk sex leikja útileikjahrinu sinni um austrið með því að vinna Washington Wizards, 104-99. Phoenix vann þrjá leiki í ferðinni en tapaði þremur.

NBA í nótt: Lakers vann San Antonio
Tvö bestu liðin í vestrinu í NBA-deildinni mættust í nótt og fór LA Lakers þar með sigur af hólmi gegn San Antonio Spurs, 99-85.

Michael Redd úr leik hjá Milwaukee
Ólympíufarinn Michael Redd hjá Milwaukee Bucks spilar ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að skoðun í dag leiddi í ljós að skyttan örvhenta er með slitið liðband í hné.

Stórleikur James tryggði Cleveland sigur
Cleveland hefur bestan árangur allra liða í NBA deildinni og í gærkvöld lauk liðið fjögurra leikja ferðalagi um Vesturdeildina með góðum 102-97 sigri á Utah.

Jackson ætlar að hætta eftir næsta tímabil
Phil Jackson þjálfari LA Lakers ætlar að hætta þjálfun eftir næsta keppnistímabil með LA Lakers. Þetta segir hann í viðtali við Magic Johnson sem sýnt verður á ABC sjónvarpsstöðinni í kvöld.

James tryggði Cleveland sigur með flautukörfu
Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James var hetja Cleveland þegar hann skoraði sigurkröfu liðsins um leið og lokaflautið gall í 106-105 útisigri á Golden State.

Alonzo Mourning lagði skóna á hilluna
Miðherjinn Alonozo Mourning hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur nú endanlega tilkynnt að hann sé hættur sem atvinnumaður, 38 ára að aldri.

Iavaroni rekinn frá Memphis
Marc Iavaroni hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Memphis Grizzlies í NBA deildinni.

Stjörnuleikur NBA: Howard setti met
Dwight Howard varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að fá þrjár milljónir atkvæða frá stuðningsmönnum í byrjunarlið Stjörnuleiksins sem fram fer þann 15. febrúar í Phoenix.

Boston stöðvaði sigurgöngu Orlando
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar viðureign Orlando og Boston, tveggja af toppliðum deildarinnar.

Phil Jackson þjálfar stjörnulið Vesturdeildar
Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, mun þjálfa úrvalslið Vesturdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega í NBA sem fram fer í Phoenix þann 15. næsta mánaðar.

Bynum og Bryant fóru á kostum gegn Clippers
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann 108-97 sigur á grönnum sínum í LA Clippers þar sem Andrew Bynum spilaði besta leik sinn á ferlinum til þessa.

Fjórir leikir í NBA í nótt
Fjórir leikir fóru fram í NBA í nótt og unnust þrír þeirra á heimavelli. Atlanta skellti Chicago 105-102 á útivelli og vann því alla leiki liðanna í vetur.

Obama er liðtækur í körfubolta (myndband)
Barack Obama tekur í dag við embætti forseta Bandaríkjanna og hefur NBA deildin boðist til að innrétta körfuboltavöll í fullri stærð inni í Hvíta húsinu af því tilefni.

Lakers burstaði Cleveland
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar stórsigur LA Lakers á Cleveland Cavaliers 105-88 í Los Angeles.

LeBron James er bestur í ár
LeBron er verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni það sem af er leiktíðinni. Þetta sagði núverandi handhafi titilsins, Kobe Bryant, í samtali við LA Times um helgina.

Sloan framlengir við Jazz
Þjálfarinn Jerry Sloan hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz út næstu leiktíð, sem þýðir væntanlega að hann muni stýra liðinu samfleytt í 22 ár.

Fernandez í troðkeppnina
Spænska bakverðinum Rudy Fernandez hjá Portland Trailblazers hefur verið boðið að taka þátt í troðkeppninni um stjörnuhelgina í NBA sem fram fer í febrúar.

Nash gaf 18 stoðsendingar í sigri Suns
Tveir leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix lagði Toronto 117-113 í fjörlegum leik í Kanada og Miami skellti Oklahoma á útivelli 104-94.

NBA í nótt: Cleveland enn ósigrað heima
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78.

Sá flugslysið út um stofugluggann
Vince Carter, leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni, trúði ekki eigin augum þegar hann leit út um gluggann hjá sér í gærkvöldi og varð vitni að því þegar Airbus þota US Airways nauðlenti á Hudson-fljótinu í New York.

Brand gæti snúið aftur með Sixers í nótt
Ekki er loku fyrir það skotið að framherjinn Elton Brand spili í nótt sinn fyrsta leik með Philadelphia 76ers síðan 17. desember þegar liðið tekur á móti San Antonio Spurs í NBA deildinni.

NBA í nótt: Chicago vann Cleveland í framlengingu
Cleveland tapaði aðeins sínum sjöunda leik í NBA-deildinni í nótt er liðið tapaði fyrir Chicago í framlengdum leik, 102-93.

Leikmenn Houston komnir með nóg af meiðslasögu McGrady
Þær fréttir berast nú úr herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni að Yao Ming og aðrir leikmenn í liðinu séu búnir að fá nóg af óslitinni meiðslasögu Tracy McGrady og vilji hann jafnvel burt frá félaginu.

NBA í nótt: Sacramento vann í þríframlengdum leik
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio.

NBA í nótt: Orlando setti niður 23 þrista
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento.