Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn og sjónvarpsstjarnan Dennis Rodman er á leið í áfengismeðferð.
Hinn litríki Rodman vann fimm NBA meistaratitla með Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda og tíunda áratugnum, en hefur átt í vandræðum með áfengi síðan.
Rodman hefur farið á kostum í raunveruleikaþáttunum Celebrity Apprentice að undanförnu og ku hafa neitað að láta loka sig inn í meðferð fyrr en hann kláraði lokapartíið með félögum sínum í þáttunum.
Rodman fékkst til að fara í meðferð eftir að fjölskylda hans og vinir, þar á meðal fyrrum þjálfarinn hans Phil Jackson, ráðlögðu honum að leita sér hjálpar.