Kobe Bryant skoraði 40 stig í nótt þegar LA Lakers vann sigur á Houston í úrslitakeppni NBA og jafnaði metin í 1-1 í einvígi liðanna í annari umferðinni.
Þetta er fjórða árið í röð sem Bryant skorar 40 stig eða meira í einum leik í úrslitakeppninni. Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa leikið þetta eftir í sögu deildarinnar, þar af tveir fyrrum leikmenn LA Lakers.
Þetta voru miðherjinn George Mikan hjá Lakers (1948-51), framherjinn Elgin Baylor hjá Lakers (1959-62) og svo Allen Iverson þegar hann lék með Philadelphia á árunum 1999-2002.