NBA í nótt: Boston og Cleveland áfram Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2. Körfubolti 28. apríl 2010 09:00
NBA: Orlando sópaði út Charlotte og Milwaukee jafnaði á móti Atlanta Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og þar var lið Orlando Magic fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð. Milwaukee Bucks náði hinsvegar að jafna sitt einvígi á móti Atlanta Hawks og Phoenix Suns komst í 3-2 á móti Portland Trail Blazers. Körfubolti 27. apríl 2010 09:00
Fáránlegt skot Lebron James - Myndband Hann kann að spila körfubolta strákurinn. LeBron James sýndi í nótt, enn og aftur, að hann er besti leikmaður heims. Körfubolti 26. apríl 2010 12:45
NBA: San Antonio og Utah þurfa aðeins einn sigur til viðbótar San Antonio Spurs og Utah Utah Jazz þurfa aðeins einn sigur til viðbótar í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í undanúrslitin eftir sigra í leikjum sínum í nótt. Körfubolti 26. apríl 2010 09:00
NBA: Cleveland og Miami unnu Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fyrr í kvöld en tveir til viðbótar eru á dagskrá í nótt. Körfubolti 25. apríl 2010 22:30
NBA: Oklahoma jafnaði metin Oklahoma City hefur komið mörgum í körfuboltaheiminum á óvart með því að jafna metin gegn LA Lakers í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 25. apríl 2010 11:00
NBA í nótt: Boston komið í 3-0 Paul Pierce tryggði Boston dramatískan sigur á Miami, 100-98, með flautukörfu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Boston er þar með komið í 3-0 í einvíginu. Körfubolti 24. apríl 2010 11:00
Kobe Bryant bætti stigametið hans Jerry West í nótt Kobe Bryant tókst ekki að leiða lið Los Angeles Lakers til sigur í Oklahoma City í nótt en hann náði þó að bæta félagsmetið yfir flest stig skoruð í úrslitakeppni. Kobe þurfti 16 stig til að bæta metið en skoraði alls 24 stig í leiknum. Körfubolti 23. apríl 2010 10:00
NBA: Cleveland og Los Angeles Lakers töpuðu bæði í nótt Oklahoma City Thunder og Chicago Bulls minnkuðu bæði muninn í 2-1 í einvígum sínum á móti bestu liðum Austur- og Vesturdeildarinnar, Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann síðan sinn annan leik í röð og komst í 2-1 á móti Portland. Körfubolti 23. apríl 2010 09:00
Lítt þekktur þjálfari Oklahoma City valinn besti þjálfari ársins í NBA Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder, var í gær valinn besti þjálfari ársins í NBA-deildinni en undir hans stjórn hefur Oklahoma-liðið farið frá því að vera eitt lélegasta lið deildarinnar í að vinna 50 leiki og komast í úrslitakeppnina á þessu tímabili. Körfubolti 22. apríl 2010 12:30
NBA: Orlando komið í 2-0 en San Antonio jafnaði metin á móti Dallas Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Orlando Magic komst í 2-0 á móti Charlotte Bobcats en San Antonio Spurs jafnaði metin í 1-1 á móti Dallas Mavericks. Körfubolti 22. apríl 2010 11:00
Dwight Howard valinn besti varnarmaðurinn annað árið í röð Dwight Howard miðherji Orlando Magic var í gær útnefndur varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfubolta en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Howard varð í vetur fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem er efstur bæði í fráköstum og vörðum skotum tvö ár í röð. Körfubolti 21. apríl 2010 10:30
NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0 Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1. Körfubolti 21. apríl 2010 09:00
NBA: LeBron skoraði 40 stig - Utah jafnaði einvígið gegn Denver LeBron James skoraði 40 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann 112-102 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í nótt og er þar með komið í 2-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah Jazz jafnaði hinsvegar metin á móti Denver með 114-111 útisigri í hinum leik næturinnar. Körfubolti 20. apríl 2010 09:00
NBA: Portland vann í Phoenix - Lakers, Orlando og Dallas komin í 1-0 Öll einvígin í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú komin af stað og óvæntustu úrsliti næturinnar voru þegar Portland Trail Blazers vann fyrsta leikinn á móti Phoenix Suns en leikurinn fór fram á heimavelli Phoenix. Körfubolti 19. apríl 2010 09:00
NBA: Hart barist í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt með fjórum leikjum. Hinar fjórar rimmurnar hefjast síðan í kvöld eða nótt. Körfubolti 18. apríl 2010 10:45
NBA: Liðin sem mætast í úrslitakeppninni Deildakeppni NBA lauk í nótt og ljóst er hvaða lið munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina. Körfubolti 15. apríl 2010 09:36
Kevin Durant yngsti stigakóngurinn Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder skoraði 31 stig í nótt þegar lið hans lagði Memphis. Hann endaði því sem stigakóngur NBA-deildarinnar þetta tímabilið. Körfubolti 15. apríl 2010 09:23
NBA: Deildakeppninni lokið - Chicago fór áfram Deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í nótt. Eitt sæti var á lausu fyrir úrslitakeppnina en Chicago Bulls hirti það með sigri á Charlotte Bocats. Derrick Rose var stigahæstur hjá Chicago í leiknum með 27 stig. Körfubolti 15. apríl 2010 09:04
Nelson ætlar ekki að hætta Sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar, Don Nelson, ætlar ekki að láta af þjálfun Golden State Warriors heldur stefnir hann ótrauður á að stýra liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 14. apríl 2010 23:00
Varaforsetinn hrinti þjálfaranum Sérkennilegt mál skyggir á sigur Chicago Bulls í nótt. John Paxson, varaforseti félagsins, er sagður hafa hrint þjálfaranum Vinny Del Negro eftir leik í síðasta mánuði. Körfubolti 14. apríl 2010 09:17
NBA: Chicago vann Boston Þegar aðeins lokaumferðin er eftir er Chicago Bulls með eins leiks forskot á Toronto í áttunda sæti Austurdeildar NBA. Liðin berjast um að enda í því sæti og komast í úrslitakeppnina. Körfubolti 14. apríl 2010 09:01
NBA: Dallas og Denver unnu Eins og oft áður var nóg um að vera nýliðna nótt í NBA-deildinni. Dallas Mavericks og Denver Nuggets berjast um annað sætið í Vesturdeildinni og unnu bæði sigra í nótt. Körfubolti 13. apríl 2010 08:58
NBA: Góður sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Mikivægt fyrir Chicago sem er að berjast við Toronto um lokasætið í í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Körfubolti 12. apríl 2010 08:39
NBA: Góður sigur hjá San Antonio gegn Denver Tap Denver fyrir San Antonio í nótt var dýrt því liðið missti forskoti í sinni deild og það gæti haft mikil áhrif á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Denver þurfti aðeins að vinna annan af tveimur síðustu heimaleikjum sínum til þess að tryggja sigur í sinni deild. Körfubolti 11. apríl 2010 11:12
Arenas farinn í fangelsi Körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hóf í nótt afplánun í fangelsi vegna byssumálsins svokallaða en Arenas var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards. Körfubolti 10. apríl 2010 23:45
NBA: Lakers búið að vinna Vesturdeildina Los Angeles Lakers tryggði sér í gær sigur í Vesturdeild NBA-deildarinnar með sigri á Minnesota Timberwolves. Körfubolti 10. apríl 2010 11:08
Wade gæti afþakkað landsliðssæti NBA-stjörnurnar eru ekki beint að deyja úr spenningi yfir því að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta á HM í sumar. Körfubolti 9. apríl 2010 23:15
NBA: Cleveland og Lakers töpuðu Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann Cleveland Cavaliers, Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers og Sacramento Kings lagði LA Clippes. Körfubolti 9. apríl 2010 09:00
Nelson náði einstökum áfanga í nótt Sigur Golden State á Minnesota í nótt var sögulegur í meira lagi því með sigrinum varð Don Nelson, eða Nellie eins og hann er kallaður, sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA-deildinni. Körfubolti 8. apríl 2010 09:11
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti