The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Erlent 5. janúar 2025 19:56
Asninn að baki Asna allur Asninn Perry sem var fyrirmyndin að Asna í myndunum um Shrek er dauður en hann varð 30 ára. Lífið 5. janúar 2025 19:09
Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Lífið 5. janúar 2025 15:56
Brenton Wood er látinn Sálarsöngvarinn Brenton Wood er látinn, 83 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn, sem hét Alfred Jesse Smith, var þekktastur fyrir smellinn The Oogum Boogum Song sem kom út árið 1967. Lífið 5. janúar 2025 09:04
Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. Lífið 4. janúar 2025 20:23
Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Erlent 4. janúar 2025 19:22
Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Baena, eiginmaður leikkonunnar Aubrey Plaza, er látinn, 47 ára að aldri. Lífið 4. janúar 2025 14:44
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Lífið 4. janúar 2025 11:28
Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. Innlent 4. janúar 2025 10:50
Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Una Torfa hélt tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Unu fyrir tónleikana og fékk að heyra frumflutning á nýju lagi með leynigesti tónleikanna, Jóni Jónssyni. Tónlist 3. janúar 2025 22:32
Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar. Lífið 3. janúar 2025 15:01
Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal eiga von á sínu fyrsta barni. Frá þessu greinir Aron í færslu á Instagram. Lífið 3. janúar 2025 10:01
Barist um arfinn í Borgó Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. Gagnrýni 3. janúar 2025 07:00
Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, og Netflix hafa opinberað nýja þætti hennar sem frumsýndir verða í mánuðinum. Af því tilefni sneri hún aftur á samfélagsmiðla á nýrri síðu á Instagram. Lífið 2. janúar 2025 23:56
Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Ein ástsælasta hljómsveit landsins Nýdönsk hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber heitið Hálka lífsins. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun og tónlistarmyndband við lagið nú frumsýnt á Vísi. Tónlist 2. janúar 2025 15:00
Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Stuttmyndin Fár sem var seld til Disney+ á dögunum og er fyrsta íslenska stuttmyndin sem fer þangað inn. Stuttmyndin hefur síðan hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu [e. Special mention] dómnefndar á Gullpálmanum, ferðast á yfir 130 kvikmyndahátíðir. Lífið 2. janúar 2025 14:31
Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Dularfullar myndir af franskri leikkonu hafa vakið athygli á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem Roni Horn sýnir í ár. Menning 2. janúar 2025 14:22
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. Lífið 2. janúar 2025 11:31
John Capodice er látinn Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood. Lífið 2. janúar 2025 10:38
Nýdönsk á toppnum 2024 Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. Tónlist 1. janúar 2025 18:01
Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Fortnite-spilurum gefst nú tækifæri til að kaupa dansspor Laufeyjar Línar og dansa eins og tónlistarkonan í tölvuleiknum. Lífið 1. janúar 2025 16:21
Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1. janúar 2025 14:42
Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlistarárið 2024 var gjöfult og spennandi, sérstaklega hérlendis. Fjöldinn allur af ólíkum tónlistartegundum naut sín í úvarpi og víðar og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að fá gott pláss á útvarpsstöðinni FM957. Hér má finna stærstu lög ársins hjá stöðinni. Tónlist 31. desember 2024 07:00
Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Álfurinn Lilli, eða Buddy, stakk óvænt aftur upp kollinum í gær, 21 ári eftir að jólamyndin um þennan óhefðbundna aðstoðarmann jólasveinsins var frumsýnd. Svo virðist sem hann hafi gengið gegnum tímana tvenna. Lífið 30. desember 2024 21:05
María Kristjánsdóttir er látin María Kristjánsdóttir er látin áttræð að aldri. Hún lést á Landspítalanum 27. desember. Innlent 30. desember 2024 09:55
RÚV og litla vandamálið Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni. Skoðun 30. desember 2024 08:00
Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29. desember 2024 12:03
Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Innlent 29. desember 2024 11:33
Sjónvarpskóngur allur Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri. Viðskipti erlent 29. desember 2024 10:20
Íslandsvinurinn OG Maco látinn Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði. Erlent 28. desember 2024 10:24