Helgi Björns streymir frá Borginni í kvöld Helgi Björnsson ætlar að heimsækja alla landsmenn í beinu streymi frá Hótel Borg í kvöld ásamt Reiðmönnum vindanna. Lífið 31. júlí 2021 21:09
Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31. júlí 2021 20:04
Bob Odenkirk fékk „lítið hjartaáfall“ Leikarinn Bob Odenkirk hné niður við tökur á þættinum Better Call Saul á dögunum. Hann tilkynnti í gær að hann hefði fengið „lítið hjartaáfall“ og að hann væri á batavegi. Bíó og sjónvarp 31. júlí 2021 18:12
Sjáðu Staunton í hlutverki drottningarinnar Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu. Lífið 31. júlí 2021 13:01
Rétt nær að standa við gamalt loforð með skáldsögu fyrir sjötugt Að fara á eftirlaun getur reynst þeim erfitt sem eru fullfrískir og orkumiklir og vilja ekki sitja aðgerðalausir heilu og hálfu dagana. Gróa Finnsdóttir er ein þeirra en hún deyr ekki ráðalaus og mun nú eftir helgi efna gamalt loforð með útgáfu sinnar fyrstu skáldsögu rétt fyrir sjötíu ára afmælisdaginn. Þannig leggur hún í leiðinni grunn að nýjum starfsferli sínum sem rithöfundur á eftirlaunaaldrinum. Menning 31. júlí 2021 07:00
Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Erlent 30. júlí 2021 22:30
Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur. Tónlist 30. júlí 2021 17:12
Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Tónlist 30. júlí 2021 16:36
Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. Tónlist 30. júlí 2021 16:01
Semur um eigin líðan sem barn Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson var að senda frá sér lagið Back to Bed ásamt tónlistarmyndbandi sem hann vann ásamt ungum kvikmyndargerðarnema, Jónatani Leó Þráinssyni á Austurlandi í sumar. Albumm 30. júlí 2021 14:30
Föstudagsplaylisti Johnny Blaze og Hakka Brakes Jón Rafn Hjálmarsson, eða Johnny Blaze, og Hákon Bragason, eða Hakki Brakes, mynda elektróníska tvíeykið sem setti saman lagalista þessa föstudags. Tónlist 30. júlí 2021 13:00
Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci. Lífið 30. júlí 2021 11:20
Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum. Bíó og sjónvarp 29. júlí 2021 23:22
Andstæðingar Blika hyggjast reisa styttu af Ferguson Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen hyggst reisa styttu af goðsögninni Sir Alex Ferguson fyrir utan heimavöll félagsins, Pittodrie. Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu félagsins. Fótbolti 29. júlí 2021 23:00
Svarta ekkjan í hart við Disney Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Viðskipti erlent 29. júlí 2021 21:02
Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Tónlist 29. júlí 2021 17:51
X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri. Lífið 28. júlí 2021 21:47
Bassaleikari ZZ Top er dáinn Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Tónlist 28. júlí 2021 21:23
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Innlent 28. júlí 2021 21:16
Halda tónlistarhátíð þrátt fyrir allt Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 28. júlí 2021 20:36
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. Tónlist 28. júlí 2021 16:17
Sjálfsbjargarviðleitnin kennir Bubba að búa til myndlist Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk. Menning 28. júlí 2021 14:18
Kvikmyndaframleiðandi ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins Kvikmyndaframleiðandinn Skúli Malmquist hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Skúli tekur við keflinu af Hlyni Páli Pálssyni þann 1. september næstkomandi. Viðskipti 28. júlí 2021 13:16
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2021 11:59
Fluttur á spítala eftir að hafa hnigið niður í tökum Leikarinn Bob Odenkirk hefur verið fluttur á spítala eftir að hann hneig niður á setti við tökur á þáttunum vinsælu Better Call Saul. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2021 11:08
Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Tónlist 27. júlí 2021 23:10
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Lífið 27. júlí 2021 22:49
Draugabanarnir snúa aftur Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989. Bíó og sjónvarp 27. júlí 2021 20:53
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. Innlent 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Innlent 27. júlí 2021 15:34
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið