Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 22:58 Allir eru á fullu að undirbúa hátíðina í ár. Vísir/Bjarni Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. Eftir þriggja ára bið fer þjóðhátíð loksins fram í Vestmannaeyjum en henni var aflýst bæði árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Í bænum er undirbúningurinn þegar hafin og er mikil eftirvænting meðal íbúa. „Hún er svo stór hluti af okkur og þetta er auðvitað bara búið að vera svolítið flókið síðustu tvö ár. Þannig það er mikil tilhlökkun og verður gríðarlega gaman að sjá brekkuna fulla af fólki,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.Vísir/Bjarni Þrátt fyrir langa bið segir hún Eyjamenn ekki ryðgaða og er undirbúningur í fullum gangi hjá öllum í bænum. „Þið sjáið það í verslunum og annars staðar að fólk er byrjað að byrgja sig upp, af því að hér að minnsta kosti þrefaldast, ef ekki fjórfaldast, íbúafjöldinn, þannig þú þarft að gera ráðstafanir. En ég held að við séum klár, búin að hvíla okkur vel,“ segir Íris. Útlit fyrir gæsahúð í brekkunni Í Herjólfsdal er sömuleiðis allt að verða tilbúið. „Mannvirkin eru að fara upp, brennan er að hlaðast upp og fólk er svona farið að baka heima og græja hvítu tjöldin og við erum bara á mjög góðri leið með þetta,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs og formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs og formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Það hafi verið mikið áfall fyrir Eyjamenn þegar þjóðhátíð var aflýst árið 2020 og enn meira árið 2021, þegar aðeins vika var til stefnu. Áfallið var ekki síður mikið fyrir ÍBV, enda Þjóðhátíð stærsti fjáröflunarliðurinn. Að fá að halda loksins hátíð verði því verulega ljúft. „Ég hugsa að maður muni alveg hríslast um af gæsahúð þegar þetta verður loksins sett á föstudeginum á Þjóðhátíð, það er ekki spurning,“ segir Hörður. En er hann búinn að panta sól fyrir helgina eftir lélegan júlímánuð? „Það er allt klárt, við erum búin að græja það og vonum að það verði gott veður, en það verður alla vega alltaf gott veður í hjarta þeirra sem munu mæta í Herjólfsdal,“ segir Hörður. Aðeins konur á sviðinu í fyrsta sinn Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma sjálfu þjóðhátíðarlaginu en í ár var það í höndum Klöru Elias sem samdi lagið Eyjanótt ásamt Nylon systur sinni Ölmu Guðmundsdóttir. Klara mun flytja lagið ásamt kvennakór Vestmannaeyja en þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem lagið er samið og flutt af konu, eftir að Ragga Gísla kom með lagið Sjáumst þar árið 2017. Tilfinningarússíbani og óvissa síðustu ára eru áberandi í textanum að þessu sinni. Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár.Vísir/Bjarni „Maður veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og ég hugsaði að ég ætlaði einhvern veginn að leyfa því að vera sálin í laginu, hvað það verður dásamlegt að koma aftur saman eftir allan þennan tíma og hafa upplifað allar þessar tilfinningar,“ segir Klara. „Ég söng í fyrra fyrir tómum dal í sjónvarpsútsendingu og eins merkilegt og magnað og það var, þá get ég ekki beðið eftir að gera þetta fyrir fullan dal í þetta skiptið,“ segir hún enn fremur. Hún verður ekki ein á sviðinu en með henni verður Kvennakór Vestmannaeyja til að tryggja að allir fái gæsahúð. Þetta verður í fyrsta sinn sem aðeins konur flytja Þjóðhátíðarlagið og því um að ræða sögulega stund. Klippa: Klara Elias og Kvennakór Vestmannaeyja flytja Þjóðhátíðarlagið saman í fyrsta sinn Klara og kórinn hittust í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag og voru töfrar í loftinu þegar þau tóku sína fyrstu æfingu saman. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni og var það eins og hópurinn hafði aldrei gert annað en að syngja saman. Margir hafa eflaust miklar væntingar fyrir hátíðina í ár en kórinn er tilbúinn og Klara segist ekki stressuð. „Það er einhver ótrúlega sérstök orka í Vestmannaeyjum, þetta er svo töfrandi staður og það er svo vel tekið á móti manni, bæði heimafólk og bara eyjan sjálf, það er svo mikill friður yfir þessum stað. Þetta verður bara skemmtilegt og ég hlakka bara til,“ segir hún. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð 2022: Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu af Ástin á sér stað Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýrri útgáfu Þjóðhátíðarlagsins Ástin á sér stað. Klara Elias og Sverrir Bergmann sameinuðu krafta sína á dögunum og senda hér frá sér órafmagnaða útgáfu af þessu lagi. 14. júlí 2022 12:31 Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31 Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna. 24. júní 2022 12:30 Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eftir þriggja ára bið fer þjóðhátíð loksins fram í Vestmannaeyjum en henni var aflýst bæði árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Í bænum er undirbúningurinn þegar hafin og er mikil eftirvænting meðal íbúa. „Hún er svo stór hluti af okkur og þetta er auðvitað bara búið að vera svolítið flókið síðustu tvö ár. Þannig það er mikil tilhlökkun og verður gríðarlega gaman að sjá brekkuna fulla af fólki,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.Vísir/Bjarni Þrátt fyrir langa bið segir hún Eyjamenn ekki ryðgaða og er undirbúningur í fullum gangi hjá öllum í bænum. „Þið sjáið það í verslunum og annars staðar að fólk er byrjað að byrgja sig upp, af því að hér að minnsta kosti þrefaldast, ef ekki fjórfaldast, íbúafjöldinn, þannig þú þarft að gera ráðstafanir. En ég held að við séum klár, búin að hvíla okkur vel,“ segir Íris. Útlit fyrir gæsahúð í brekkunni Í Herjólfsdal er sömuleiðis allt að verða tilbúið. „Mannvirkin eru að fara upp, brennan er að hlaðast upp og fólk er svona farið að baka heima og græja hvítu tjöldin og við erum bara á mjög góðri leið með þetta,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs og formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs og formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Það hafi verið mikið áfall fyrir Eyjamenn þegar þjóðhátíð var aflýst árið 2020 og enn meira árið 2021, þegar aðeins vika var til stefnu. Áfallið var ekki síður mikið fyrir ÍBV, enda Þjóðhátíð stærsti fjáröflunarliðurinn. Að fá að halda loksins hátíð verði því verulega ljúft. „Ég hugsa að maður muni alveg hríslast um af gæsahúð þegar þetta verður loksins sett á föstudeginum á Þjóðhátíð, það er ekki spurning,“ segir Hörður. En er hann búinn að panta sól fyrir helgina eftir lélegan júlímánuð? „Það er allt klárt, við erum búin að græja það og vonum að það verði gott veður, en það verður alla vega alltaf gott veður í hjarta þeirra sem munu mæta í Herjólfsdal,“ segir Hörður. Aðeins konur á sviðinu í fyrsta sinn Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma sjálfu þjóðhátíðarlaginu en í ár var það í höndum Klöru Elias sem samdi lagið Eyjanótt ásamt Nylon systur sinni Ölmu Guðmundsdóttir. Klara mun flytja lagið ásamt kvennakór Vestmannaeyja en þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem lagið er samið og flutt af konu, eftir að Ragga Gísla kom með lagið Sjáumst þar árið 2017. Tilfinningarússíbani og óvissa síðustu ára eru áberandi í textanum að þessu sinni. Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár.Vísir/Bjarni „Maður veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og ég hugsaði að ég ætlaði einhvern veginn að leyfa því að vera sálin í laginu, hvað það verður dásamlegt að koma aftur saman eftir allan þennan tíma og hafa upplifað allar þessar tilfinningar,“ segir Klara. „Ég söng í fyrra fyrir tómum dal í sjónvarpsútsendingu og eins merkilegt og magnað og það var, þá get ég ekki beðið eftir að gera þetta fyrir fullan dal í þetta skiptið,“ segir hún enn fremur. Hún verður ekki ein á sviðinu en með henni verður Kvennakór Vestmannaeyja til að tryggja að allir fái gæsahúð. Þetta verður í fyrsta sinn sem aðeins konur flytja Þjóðhátíðarlagið og því um að ræða sögulega stund. Klippa: Klara Elias og Kvennakór Vestmannaeyja flytja Þjóðhátíðarlagið saman í fyrsta sinn Klara og kórinn hittust í fyrsta sinn síðastliðinn föstudag og voru töfrar í loftinu þegar þau tóku sína fyrstu æfingu saman. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni og var það eins og hópurinn hafði aldrei gert annað en að syngja saman. Margir hafa eflaust miklar væntingar fyrir hátíðina í ár en kórinn er tilbúinn og Klara segist ekki stressuð. „Það er einhver ótrúlega sérstök orka í Vestmannaeyjum, þetta er svo töfrandi staður og það er svo vel tekið á móti manni, bæði heimafólk og bara eyjan sjálf, það er svo mikill friður yfir þessum stað. Þetta verður bara skemmtilegt og ég hlakka bara til,“ segir hún.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð 2022: Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu af Ástin á sér stað Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýrri útgáfu Þjóðhátíðarlagsins Ástin á sér stað. Klara Elias og Sverrir Bergmann sameinuðu krafta sína á dögunum og senda hér frá sér órafmagnaða útgáfu af þessu lagi. 14. júlí 2022 12:31 Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31 Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna. 24. júní 2022 12:30 Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þjóðhátíð 2022: Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu af Ástin á sér stað Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýrri útgáfu Þjóðhátíðarlagsins Ástin á sér stað. Klara Elias og Sverrir Bergmann sameinuðu krafta sína á dögunum og senda hér frá sér órafmagnaða útgáfu af þessu lagi. 14. júlí 2022 12:31
Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 1. júlí 2022 10:31
Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna. 24. júní 2022 12:30
Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. 7. júlí 2022 11:31
Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01