Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Jóla­molar: Setur leður­hanska á óska­listann á hverju ári

Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta.

Jól
Fréttamynd

Héðinn snýr heim - vonandi í vor

Vestur­bæingar sakna mjög eins þekktasta minnis­merkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimars­syni verka­lýðs­foringja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eig­endurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verka­lýðs­daginn 1. maí.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal

„Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum.

Menning
Fréttamynd

Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkju­láta í annað sinn á ferlinum

Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist.

Innlent
Fréttamynd

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan  á Hörpu. 

Menning
Fréttamynd

Ekki Al­þingis að eigna Snorra Egils sögu

Al­þingi fer ekki með úr­skurðar­vald þegar kemur að því að eigna nafn­þekktum mið­alda­mönnum okkar glæstustu bók­mennta­verk fyrri alda, að mati Sverris Jakobs­sonar mið­alda­sagn­fræðings. Hann telur Snorra Sturlu­son lé­legan liðs­mann frjáls­hyggju­manna sem að­hyllast þá stefnu sem Hannes Hólm­steinn Gissurar­son stjórn­mála­fræði­prófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var snarbilað“

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé.

Lífið
Fréttamynd

The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar

The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar

Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna.

Menning
Fréttamynd

Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi

Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­molar: Christ­mas Vacation fastur liður á hverju ári

Það er óhætt að segja að Sigga Beinteins sé ein ástsælasta söngkona landsins og eru jólatónleikar hennar, Á hátíðlegum nótum, orðnir að hefð hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu dagana 3. og 4. desember, þar sem Sigga mun syngja inn jólin ásamt stórskotaliði söngvara. Hér ætlum við hins vegar að komast að því hvað það er sem kemur sjálfri Siggu Beinteins í jólaskapið.

Jól
Fréttamynd

Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova

Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Innherji