Það er mikið um að vera hjá Rihönnu í tónlistarheiminum. Hún kemur fram á hinu svokallaða halftime show-i á Super Bowl snemma á næsta ári en í viðtali við breska Vogue segist hún næstum hafa hafnað því að koma fram en er þó mjög spennt núna.
Rihanna varð móðir fyrr á árinu og segist ekki sjá sólina fyrir syni sínum.
„Hann er hamingjusamasta barnið. Sama hvað þú ert að gera eða hvernig þér líður þá breytist allt þegar hann brosir til þín, allt annað hverfur. Það er best,“ segir Rihanna meðal annars í samtali við Vogue. Hún á stóran og tryggan hóp aðdáenda sem bíða spenntir eftir því að sjá hana koma fram á Super Bowl og vonast eftir fleiri lögum frá þessari súperstjörnu.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: