

Keppni hinna bestu í Evrópu.
Manchester City komst í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé 3-1 heimasigri á Club Brugge. Lærisveinar Pep Guardiola voru hins vegar undir í hálfleik.
Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í öllum átján leikjunum í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Leikirnir hefjast allir klukkan 20:00.
Lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dagskrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistaradeildarmessunni í umsjón Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu umferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir.
Lykilmaður Liverpool fékk skilaboð frá æðri máttarvöldum löngu áður en dyrnar til Liverpool opnuðust. Í kvöld mætir hann sínu gamla félagi.
Það verður heldur betur hamagangur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þegar lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Átján leikir verða spilaðir á sama tíma.
Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn.
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, myndi fagna því ef Manchester City kæmist ekki áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Manchester City er ekki í neinum sérstaklega góðum málum í Meistaradeildinni þrátt fyrir draumabyrjun í leik sinum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr Meistaradeildinni frá því í gærkvöldi inn á Vísi.
Feyenoord vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Real Madríd fimm gegn Salzburg og Mílanó-liðin unnu 1-0 sigra.
Fyrstu tveir leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Báðir þeirra fóru fram í Þýskalandi. Í Gelsenkirchen unnu „heimamenn“ í Shakhtar góðan sigur á Brest sem hefur verið spútniklið keppninnar til þessa. Þá vann RB Leipzig góðan 2-1 sigur á Sporting frá Lissabon.
Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Dinamo Zagrab í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Manchester City komst 2-0 yfir gegn París Saint-Germain í París í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Heimamenn sneru hins vegar bökum saman, skoruðu fjögur mörk og eru í ágætis málum á meðan Man City gæti fallið úr leik áður en komið er í útsláttarkeppnina.
Hákon Arnar Haraldsson átti fínan leik þegar Lille mátti þola naumt tap gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, var á leiknum.
Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi.
Nuri Sahin er hættur sem þjálfari þýska félagsins Borussia Dortmund en félagið lét hann fara eftir úrslitin í Meistaradeildinni í gær.
Það sauð upp úr eftir magnaðan leik Benfica og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Barcelona lenti 3-1 og 4-2 en skoraði þrjú síðustu mörk leiksins þar á meðal sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótatíma.
Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið.
Monaco vann mikilvægan 1-0 sigur á Aston Villa í baráttunni um sæti meðal efstu átta liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þá vann Atalanta 5-0 stórsigur á Sturm Graz.
Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5.
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom að marki Lille sem sótti Liverpool, eitt besta lið Evrópu um þessar mundir, heim á Anfield í Meistaradeild Evrópu. Fór það svo að heimaliðið vann torsóttan 2-1 sigur þó gestirnir væru manni færri í rúman hálftíma.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nú sé ekki rétti tímimm til að halda því fram að liðið hans sé það besta í heimi. Því hélt stjóri síðustu mótherja Liverpool fram eftir leik Bentford og Liverpool um helgina.
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er þegar byrjaður að undirbúa næstu leiki liðsins sem eru tveir leikir á móti Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars.
Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu.
Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum.
Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.
Barcelona og AC Milan unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld. Feyenoord og Stuttgart unnu líka en eina markalausa jafntefli kvöldsins var í Portúgal.
Arsenal komst upp í þriðja sætið í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á franska félaginu Mónakó í kvöld.
Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja franska liðsins Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta i kvöld.