Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 17:30 Fjórir fyrrverandi leikmenn Manchester United sem áttu gott kvöld í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty Svo virðist sem allir leikmenn blómstri um leið og þeir yfirgefa Manchester United. Gamlir United-menn gerðu það allavega gott í Meistaradeild Evrópu í gær. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira