„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 10:02 Lamine Yamal sýndi flott tilþrf í stórleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi EPA/Alejandro Garcia Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall. „Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
„Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira