Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Eiður verður á bekknum

    Eiður Smári Guðjohnsen verður líklega á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Glasgow Rangers í Meistaradeildinni. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:45.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spjörum okkur án Fabregas

    Arsene Wenger hefur ekki áhyggjur af leiknum við Slavia Prag í Meistaradeildinni í kvöld þó hann hafi ákveðið að hvíla hinn magnaða Cesc Fabregas í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liðin verða hrædd við okkur eftir þetta

    Rafa Benitez segir að 8-0 sigur lærisveina hans á Besiktas í Meistaradeildinni í gærkvöld muni gera það að verkum að mótherjar Liverpool eigi eftir að óttast þá í framtíðinni. Liverpool þarf að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlinum til að fara áfram í keppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti hrósar Inzaghi

    „Pippo er sannur fagmaður. Hann var hreint magnaður í kvöld," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, um frammistöðu Filippo Inzaghi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rosenborg að koma á óvart

    Ronald Koeman fékk svo sannarlega ekki óskabyrjun sem þjálfari spænska liðsins Valencia. Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar það tók á móti norska liðinu Rosenborg og tapaði 0-2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benítez: Svona getum við spilað

    Athygli vakti að Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, stökk ekki bros á vör á bekknum þó hans menn væru að keyra yfir Besiktas í kvöld. Liverpool vann 8-0 sigur sem er stærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool 2-0 yfir í hálfleik

    Liverpool hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Besiktas í leiknum mikilvæga í Meistaradeildinni. Það stefnir því í að Liverpool vinni sinn fyrsta leik í keppninni þetta tímabilið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal án lykilmanna í Prag

    Leikmenn Arsenal eru nú farnir til Prag í Tékklandi þar sem þeir mæta Sparta í Meistaradeildinni annað kvöld. Arsene Wenger verður án nokkurra lykilmanna í leiknum annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin á Sýn í kvöld

    Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar línur fara að skýrast í riðlakeppninni. Hæst ber leikur Liverpool og Besiktas sem sýndur verður beint á Sýn, en þar verða heimamenn nauðsynlega að sigra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enginn heimsendir ef við sitjum eftir

    Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool segir að það yrði enginn heimsendir fyrir félagið ef svo færi að það sæti eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool verður að vinna leik sinn við Besiktas í A-riðli í kvöld til að eiga möguleika á að fara áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ólíklegt að Torres verði með

    Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres æfði með Liverpool í dag. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að hann verði með Rauða hernum í leiknum mikilvæga gegn Besiktas á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez: Við komumst áfram

    Rafael Benitez er handviss um að sínir menn komist áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þó svo að liðið sé aðeins með eitt stig eftir þrjá fyrstu leikina í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Megum ekki gera fleiri mistök

    Norski varnarmaðurinn John Arne Riise segir Liverpool ekki mega við því að gera fleiri mistök ef það ætli sér að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið á fyrir höndum erfiðan leik gegn Besiktas í Istanbul í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum

    Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára

    Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rijkaard hrósar Eiði Smára

    Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rijkaard lítur á björtu hliðarnar

    Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Glasgow Rangers á útivelli. Hann var mikið í boltanum og barðist vel fyrir liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger í sjöunda himni

    „Það gjörsamlega féll allt með okkur í þessum leik. Við skoruðum okkar fyrsta mark úr okkar fyrsta færi. Þá var ekki aftur snúið," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir magnaðan 7-0 sigur liðsins á Slavia Prag í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frábær sóknarleikur

    „Sóknarleikurinn sem við sýndum í kvöld var hreint frábær. Í raun hefðum við átt að skora miklu fleiri mörk," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-2 útisigurinn gegn Dynamo Kiev.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal fór á kostum

    Ensku liðin Manchester United og Arsenal náðu sér vel á strik í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Sérstaklega Arsenal sem virðist óstöðvandi og fór á kostum gegn Slavia Prag með 7-0 sigri.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United í góðum málum

    Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum í E-riðli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var loksins í byrjunarliði Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter náði í þrjú stig til Moskvu

    Inter gerði góða ferð til Moskvu og vann CSKA 2-1 á útivelli í G-riðli Meistaradeildarinnar. Varnarmaðurinn Walter Samuel skoraði sigurmarkið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka, eftir hræðileg mistök hjá markverði heimamanna.

    Fótbolti