Steven Gerrard verður á varamannabekk Liverpool er liðið mætir Liverpool á Santiago Bernabeu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Gerrard hefur átt við meiðsli að stríða en hann hefur ekkert spilað með Liverpool síðan hann meiddist í bikarleik gegn Everton í upphafi mánaðarins.
Xabi Alonso verður í byrjunarliðinu í kvöld eftir að hafa tekið út leikbann og þeir Dirk Kuyt og Fernando Torres verða í fremstu víglínu.
Byrjunarlið Liverpool: Reina, Aurelio, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Riera, Benayoun, Alonso, Mascherano, Torres, Kuyt.
Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Gerrard, Luxas, Babel, Ngog.
Byrjunarlið Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Cannovaro, Pepe, Heinze, Robben, Marcelo, Diarra, Gago, Raul, Higuain.
Varamenn: Dudek, Saviola, Sneijder, Guti, Metzelder, Torres, Van der Vaart.