

Keppni hinna bestu í Evrópu.
Paris Saint-Germain og Real Madrid gerðu stórmeistarajafntefli í toppslag A-riðils í Meistaradeildinni í fótbolta.
Manchester United er með þrjú stig eftir tvo leiki og má ekki misstíga sig í Rússlandi.
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er út í Manchester þar sem hann hefur eftirlit með leik í Meistaradeildinni í kvöld.
Fyrirliði Manchester United spilar tvo stórleiki og fagnar þrítugsafmæli sínu í þessari viku.
Þjálfari Bayern München segist ekki gagnrýna leikmenn fyrir að taka réttar eða rangar ákvarðanir inn á vellinum.
Petr Cech, markvörður Arsenal, sýndi hversu öflugur hann er í kvöld þegar Arsnenal vann 2-0 sigur á Bayern München og fékk um leið sín fyrstu stig í Meistaradeildinni á tímabilinu.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var allt annað en ánægður með það að Chelsea fékk ekki vítaspyrnu þegar varnarmaður Dynamo Kiev virtist fella Cesc Fabregas í leik liðanna í Úkraínu í kvöld.
Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli.
Barcelona er með þriggja stiga forskot á toppi E-riðils Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á BATE Borisov í kvöld.
Chelsea þarf að komast aftur á sigurbraut í Meistaradeildinni eftir tap í Portúgal.
Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum.
Stuðningsmenn Dynamo Kiev biðu ekki með opinn faðminn eftir stuðningsmönnum Chelsea.
Arsenal, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni, mætir Bayern München á heimavelli í kvöld.
Argentínski sóknarmaðurinn meiddist með landsliðinu og missir af næstu leikjum Manchester City.
Ef Arsenal ætlar upp úr riðli í Meistaradeildinni verður það að fá einhver stig út úr næstu tveimur leikjum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München.
Stuðningsmenn þýska liðsins Bayern München eru æfir út í Arsenal og þeir saka enska liðið um græðgi.
Stjörnukonur komust ekki áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Cristiano Ronaldo fékk í dag afhentan Gullskó Evrópu en hann varð markahæsti leikmaður deildanna í Evrópu á tímabilinu 2014-15. Þetta er í fjórða sinn sem Cristiano Ronaldo fær Gullskó Evrópu en hann var að vinna hann í þriðja sinn sem leikmaður Real Madrid.
Kári Árnason fékk að kljást við Cristiano Ronaldo í síðustu viku en segir þó ekkert skemmtilegra en að fá að spila með íslenska landsliðinu.
Cristiano Ronaldo jafnaði í gær markamet Real Madrid þegar hann skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Real Madrid á Kára Árnasyni og félögum í Malmö í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Frakkinn ungi er búinn að skora fjögur mörk í sex leikjum fyrir Manchester United.
Gummi Ben, Gunnleifur Gunnleifsson og Arnar Gunnlaugsson fóru yfir öll mörkin og helstu atvik í Meistaradeildinni um leið og eitthvað gerðist.
Guðmundur Benediktsson var með Gunnleif Gunnleifsson og Arnar Gunnlaugsson sér til aðstoðar í Meistaramörkunum í gærkvöldi.
David Beckham virðist ekki vera fastur við sjónvarpið á Meistaradeildarkvöldum.
Cristiano Ronaldo skoraði í gær bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Kára Árnasyni og félögum í Malmö í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina.
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með lífsnauðsynlegan sigur á Wolfsburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi en segir að lið hans verði að bæta sinn leik ætli liðið að ná langt í keppninni í ár.
Cristiano Ronaldo skoraði ekki aðeins mark númer 500 á ferlinum í kvöld heldur jafnaði hann sömuleiðis markamet Raul hjá Real Madrid með seinna marki sínu í leiknum.
Ítölsku meistararnir í Juventus komust upp í toppsæti D-riðilsins með 2-0 sigri á Sevilla á heimavelli í kvöld. Þá vann Benfica óvæntan sigur á Atletico Madrid í Madríd.