Skoraði gegn liðinu sem hann er á láni frá og hraunaði svo yfir það Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 11:00 Talisca skoraði fallegt mark í gær. vísir/getty Brasilíumaðurinn Talisca var hetja tyrkneska liðsins Besiktas í gærkvöldi þegar hann skoraði jöfnunarmark, 1-1, á móti Benfica úr glæsilegri aukaspyrnu á lokamínútum leiks liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það sem er meira en lítið áhugavert við markið er að Talisca er á láni frá Benfica hjá Besiktas en hann fagnaði markinu eins og óður maður enda forráðamenn portúgalska félagsins ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Þó Brassinn sé formlega á láni hjá Besiktas þykir ólíklegt að hann snúi aftur en tyrkneska félagið getur framlengt lánssamninginn um annað ár hafi það áhuga á því og er svo einnig með forkaupsrétt á leikmanninum. Talisca skoraði 20 mörk fyrir Benfica á tveimur tímabilum áður en hann bað um að fara til Besiktas. Hann var þá ásakaður af forseta Benfica, Rui Gomes da Silva, að vera bara í peningaleit. Talisca var ekki búinn að gleyma þeim orðum þegar hann fór í viðtal við portúgalska sjónvarpið eftir leik. „Benfica vanvirti mig. Þegar dóttir mín var aðeins sex daga gömul borgaði félagið öllum leikmönnum liðsins launin sín nema mér,“ sagði Talisca. „Þetta var samt ekkert hefndarmark. Ég var bara stoltur. Það var mikið af fólki hjá félaginu sem gagnrýndi mig þegar ég fór og sagði mig bara vera að elta peninginn. Það eru allt lygar,“ sagði Talisca. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Brasilíumaðurinn Talisca var hetja tyrkneska liðsins Besiktas í gærkvöldi þegar hann skoraði jöfnunarmark, 1-1, á móti Benfica úr glæsilegri aukaspyrnu á lokamínútum leiks liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það sem er meira en lítið áhugavert við markið er að Talisca er á láni frá Benfica hjá Besiktas en hann fagnaði markinu eins og óður maður enda forráðamenn portúgalska félagsins ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Þó Brassinn sé formlega á láni hjá Besiktas þykir ólíklegt að hann snúi aftur en tyrkneska félagið getur framlengt lánssamninginn um annað ár hafi það áhuga á því og er svo einnig með forkaupsrétt á leikmanninum. Talisca skoraði 20 mörk fyrir Benfica á tveimur tímabilum áður en hann bað um að fara til Besiktas. Hann var þá ásakaður af forseta Benfica, Rui Gomes da Silva, að vera bara í peningaleit. Talisca var ekki búinn að gleyma þeim orðum þegar hann fór í viðtal við portúgalska sjónvarpið eftir leik. „Benfica vanvirti mig. Þegar dóttir mín var aðeins sex daga gömul borgaði félagið öllum leikmönnum liðsins launin sín nema mér,“ sagði Talisca. „Þetta var samt ekkert hefndarmark. Ég var bara stoltur. Það var mikið af fólki hjá félaginu sem gagnrýndi mig þegar ég fór og sagði mig bara vera að elta peninginn. Það eru allt lygar,“ sagði Talisca.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira