Viðureign Manchester City og Borussia Mönchengladbach í Meistaradeild Evrópu verður sýnd á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna mikilla rigninga í Manchester.
Sjá einnig: Leikmenn og stuðningsmenn Gladbach tóku víkingaklappið í gær
Hann hefur verið settur á klukkan 18.45 í kvöld, á sama tíma og átta aðrir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu.
Stöð 2 Sport sýnir fjóra leiki hvert Meistaradeildarkvöld og hefur verið ákveðið að breyta dagskrá kvöldsins til að koma leik áðurnefndum leik á dagskrá.
Vegna þessa dettur viðureign Juventus og Sevilla af dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld en helstu atvikin úr þeim leik, sem og öllum leikjum kvöldsins má sjá í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.
Þar mun Guðmundur Benediktsson fylgjast með öllum leikjunum samtímis og gera þá svo upp eftir að þeim lýkur. Útsending hefst klukkan 18.15 og stendur yfir samfleytt í rúmar þrjár klukkustundir.
Leikir kvöldsins:
Stöð 2 Sport 3: Manchester City - Borussia Mönchengladbach
Stöð 2 Sport 4: Real Madrid - Sporting Lissabon (opin dagskrá)
Stöð 2 Sport 5: Tottenham - Monaco
Stöð 2 Sport 6: Club Brugge - Leicester
