

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Tveir ungir á 140 kílómetra hraða
Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn.

Handtekinn vegna gruns um líkamsárás
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar þar sem grunaður árásarmaður var handtekinn.

Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu.

Ráðist á ferðamann í borginni
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til eftir að ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás í Reykjavík í gær.

Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt
Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið.

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla
Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Rafbyssu beitt í fyrsta sinn
Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum
Greiningardeild Ríkislögreglustjóra sendi ábendingu til Europol í tengslum við átak gegn hatursorðræðu. Ábendingin beindist að íslenskum síðum á samfélagsmiðlum.

„Allt er reynt til að komast í gegn um landamærin“
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi.

Sagðist vera vopnaður og ruddist inn
Lögregla sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem hafði sagst vera vopnaður og ruðst inn í íbúð. Hann var handtekinn í íbúðinni en reyndist óvopnaður.

Talið að hamri hafi verið beitt
Tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild eftir vopnaða árás á Álfinum, krá í Breiðholti, seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að hamri hafi verið beitt við árásina.

Grunur um vopnaða árás á krá í nótt
Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim.

Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir
Brotist var inn í íþróttavöruverslunina Sportís í Skeifunni í nótt og varningi stolið fyrir tæplega tvær milljónir króna.

Dyravörður grunaður um líkamsárás
Dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás í nótt. Lögregla rannsakað málið. Þá var einnig handtekinn vegna hótana við nágranna sinn í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ. Lögregla lagði hald á eggvopn á vettvangi.

Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið
Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.

Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf
„Löggutíst“ er leið lögreglunnar til að færa almenningi fréttir af störfum lögreglu í rauntíma. Á samfélagsmiðlinum X mun lögregla segja frá öllum helstu verkefnum sem embættið fæst við.

Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi
Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum.

Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð
Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða.

Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga
Landsréttur hefur staðfest sakfellingu lögreglumanns sem var ákærður fyrir líkamsárás gegn fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þann 16. maí 2016. Honum er þó ekki gerð refsing í málinu.

Lögreglan lýsir eftir Áslaugu
Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu Helgu B. Traustadóttur. Áslaug fór að heiman frá sér á Tálknafirði síðastliðinn sunnudag.

Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt.

Mannlaus bifreið á miðjum vegi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, sem reyndist minniháttar.

Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp.

Gera hlé á leitinni í Tálknafirði
Hlé hefur verið gert á leit að manni sem staðið hefur yfir í dag í Tálknafirði.

Leita einstaklings í Tálknafirði
Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hefur náðst í um tíma.

Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði
Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn.

Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108.

Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi
Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði
Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið.

„Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar.