

Búast má við að kvikasilfursmengun aukist um 25 prósent til ársins 2020, ef ekkert verður að gert. Hvítabirnir, hvalir og selir á norðurslóðum eru í hvað mestri hættu vegna þessa. Meðal annars er vitað að of mikið kvikasilfur getur raskað efnajafnvægi í heila hvítabjarna, sem hefur áhrif á alla hegðun dýranna.
"Efnahaglegu heilsufari heimsins verður ekki þannig lýst að það sé í góðu lagi,“ segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahagfræðingur. Í fyrirlestri sem hann hélt fyrir hóp blaðamanna sem boðið var á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington í Bandaríkjunum um miðjan apríl fór Stiglitz yfir ástandið á helstu efnahagssvæðum, velti fyrir sér orsökum fjármálakreppunnar og til hvaða ráða þyrfti að taka til þess að sagan endurtæki sig ekki.
Kvikasilfursmegnun í norðurhöfum ógnar nú lífríki svæðsins og það eru einkum ísbirnir, selir, hvalir og nokkrar tegundir fugla sem taldar eru í mikilli hættu vegna mengunarinnar.
Stund jarðar verður haldin um allan heim í kvöld klukkan hálfníu. Meðan á stundinni stendur verða ljós slökkt um allan heim.
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna.
Íslenska ríkisstjórnin hefur lagt fram skýra stefnu um norðurslóðir í þingsályktunartillögu sem nú er fjallað um á Alþingi. Mér þótti í senn
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stöðvaði viðskipti með losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir eftir að upp komst um ítrekaðan þjófnað tölvuþrjóta á losunarleyfum.
Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi
Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaðamannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurningu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um
Náttúran hefur ekki verið jarðarbúum sérlega mild árið 2010. Rétt eins og sveiflur í veðuröfgum virðist mega rekja til hlýnunar jarðar hafa breyttir lífshættir gert mannkynið viðkvæmara fyrir náttúruhamförum.
Sendimenn frá fleiri en 190 löndum hafa komið saman í Cancun í Mexíkó til að ræða leiðir til að draga úr áhrifum frá hlýnun jarðar og er góð ástæða til. Árið 2010 er hið heitasta á plánetu okkar síðan mælingar hófust og í fréttunum getum við fylgst með afleiðingunum; skógareldar í Rússlandi sem kæfa íbúa Moskvu og flóð í Pakistan sem setja einn fjórða af landinu í kaf.
Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag.
Þrjár af virtustu vísindaakademíum heims hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsvísindamenn hafi rétt fyrir sér þegar þeir halda því fram að hlýnun jarðar sé staðreynd og að maðurinn eigi þar stærsta þáttinn.
„Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands.
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna.
Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt.
Ísland er í hópi þeirra fimm þjóða sem taldar eru í hvað minnstri hættu á að fara illa út úr breytingum á veðurfari heimsins í kjölfar hlýnunar jarðar vegna gróðuhúsalofttegunda.
Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu.
Einn helsti gagnrýnandi þeirra sem telja jörðinni stafa hætta af hlýnun af manna völdum virðist hafa skipt um skoðun. Danski prófessorinn Björn Lomborg hefur farið fremstur í flokki á meðal þeirra sem hafa gefið lítið fyrir hættuna af hlýnun jarðar og áhrifa manna á þá þróun. Hann hefur nú skrifað bók sem kemur út á næstunni en í henni segir hann að hnattræn hlýnun sé án efa ein af helstu hættum sem steðji að mannkyninu.
Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið.
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla.
„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári.
Hvalaskítur gerir heimshöfin járnríkari. Þessu hafa ástralskir vísindamenn komist að eftir að hafa stundað rannsóknir í Suðurhöfum.
Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina.
Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi.
Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út.
Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið.
Bandaríkjaþing hefur frestað umræðu um hlýnun jarðar og áhrif hennar á heilsufar almennings í Bandaríkjunum.
Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur sent frá sér nýja hljóðupptöku þar sem hann fordæmir Bandaríkin og önnur iðnríki fyrir slælega frammistöðu í umhverfismálum og kennir þeim um hlýnun jarðar. Þarna kveður við nokkuð nýjan tón hjá Osama sem hingað til hefur beint athygli sinni að heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og framferði þeirra í Mið-Austurlöndum.