Hvað getur Ísland gert í París? Árni Páll Árnason skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Loftslagsmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun