RAX á Suðurskautið með færustu vísindamönnum Frakka „Þetta boð kom í gegnum sýninguna mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur," segir ljósmyndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suðurskautslandið með mörgum af færustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Innlent 22. nóvember 2010 11:39
Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 19. nóvember 2010 07:15
Harðræði hefur hert þorskinn Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt. Innlent 7. nóvember 2010 06:45
Ísland í hvað minnstri hættu vegna loftslagsbreytinga Ísland er í hópi þeirra fimm þjóða sem taldar eru í hvað minnstri hættu á að fara illa út úr breytingum á veðurfari heimsins í kjölfar hlýnunar jarðar vegna gróðuhúsalofttegunda. Innlent 21. október 2010 08:00
Rio Tinto leggur 16 milljarða til viðbótar í Straumsvík Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu. Viðskipti innlent 1. október 2010 09:08
Hnattræn hlýnun: Lomborg breytir um stefnu Einn helsti gagnrýnandi þeirra sem telja jörðinni stafa hætta af hlýnun af manna völdum virðist hafa skipt um skoðun. Danski prófessorinn Björn Lomborg hefur farið fremstur í flokki á meðal þeirra sem hafa gefið lítið fyrir hættuna af hlýnun jarðar og áhrifa manna á þá þróun. Hann hefur nú skrifað bók sem kemur út á næstunni en í henni segir hann að hnattræn hlýnun sé án efa ein af helstu hættum sem steðji að mannkyninu. Erlent 31. ágúst 2010 10:13
Loksins kom góða veðrið Ég er flúin inn úr steikjandi hitanum á útipalli kaffihússins, þar sem skuggi byggingakranans dansar eins og diskóljós á klúbbgólfi á Íbísa. Mér líður reyndar ekkert ósvipað og ég ímynda mér að mér myndi líða þar, hitinn næstum því kæfandi, örlitlir golusveipir það eina sem gerir lífið bærilegt. Já, og svo náttúrlega ískaffið og klakavatnið, sólskinið og áhrifin sem það hefur á fólkið. Bakþankar 20. ágúst 2010 06:00
Björk mótmælir Magma Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla. Innlent 13. júlí 2010 18:12
Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Innlent 26. maí 2010 05:15
Skítur hvala nærir höfin Hvalaskítur gerir heimshöfin járnríkari. Þessu hafa ástralskir vísindamenn komist að eftir að hafa stundað rannsóknir í Suðurhöfum. Erlent 23. apríl 2010 06:00
Gore og vorið Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina. Erlent 22. mars 2010 16:05
Vindar blása ís frá Norðurskautinu Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi. Erlent 22. mars 2010 14:59
Breska veðurstofan fór yfir nýlegar rannsóknir: Áhrif manna á hlýnun jarðar æ skýrari Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. Erlent 10. mars 2010 04:00
Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Innlent 9. mars 2010 06:00
Fresta umræðum um hlýnun jarðar Bandaríkjaþing hefur frestað umræðu um hlýnun jarðar og áhrif hennar á heilsufar almennings í Bandaríkjunum. Erlent 10. febrúar 2010 16:27
Bin Laden gerist umhverfisverndarsinni Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur sent frá sér nýja hljóðupptöku þar sem hann fordæmir Bandaríkin og önnur iðnríki fyrir slælega frammistöðu í umhverfismálum og kennir þeim um hlýnun jarðar. Þarna kveður við nokkuð nýjan tón hjá Osama sem hingað til hefur beint athygli sinni að heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og framferði þeirra í Mið-Austurlöndum. Erlent 29. janúar 2010 12:56
Danir hlógu alla leið í bankann Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur reiknað út að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hafi kostað bandaríska skattgreiðendur vel yfir einn milljarð dollara. Erlent 26. janúar 2010 10:20
Bullspár um bráðnun jökla Fullyrðingar Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að jöklar Himalayafjalla verði að mestu horfnir árið 2035 eða jafnvel fyrr eru á byggðar á furðulegum misskilningi og vísindalegum mistökum að sögn vefsíðu breska blaðsins Time. Erlent 18. janúar 2010 14:52
Of miklar væntingar gerðar til ráðstefnunnar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að of miklar væntingar hafi verið gerðar í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar Kaupmannahöfn. Hún segir niðurstöðuna vonbrigði en um leið ákveðið leiðarljós. Innlent 19. desember 2009 13:00
Mikil vonbrigði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn mikil vonbrigði. Hann væntir þess að hægt verði að ná bindandi samkomulagi á næsta ári. Erlent 19. desember 2009 12:12
Ekki bindandi samkomulag Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig. Erlent 19. desember 2009 10:07
Klúður í Kaupmannahöfn Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn virðist hafa mistekist að flestu leyti. Erlent 18. desember 2009 18:58
Enn er allt óvíst um útkomu Viðræður stóðu fram á nótt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem 130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að lagalega bindandi samkomulag náist. Innlent 18. desember 2009 06:00
Blóðugir bardagar í Kaupmannahöfn Danska lögreglan hefur í morgun beitt táragasi og kylfum til þess að koma í veg fyrir að mótmælahópar réðust inn í Bella Center þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram. Fjöldi mannna hefur verið handtekinn. Erlent 16. desember 2009 11:31
Átök í Kristjaníu Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess. Erlent 15. desember 2009 07:02
Grænþvottur í Kaupmannahöfn? Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið. Skoðun 15. desember 2009 06:00
Partíið er alveg að verða búið Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. Bakþankar 15. desember 2009 00:01
Skemmdarverk og íkveikjur í Kaupmannahöfn Skemmdarverk, íkveikjur og alls kyns óspektir einkenndu næturvakt lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Erlent 14. desember 2009 08:25
Veröldin vill samning sem heldur Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Skoðun 12. desember 2009 06:00
Þróunarríkin fá fjárstuðning Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér í gær saman um að verja 2,4 milljónum evra á ári næstu þrjú ár til að hjálpa þróunarríkjum að taka þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þessi upphæð samsvarar um 450 milljónum króna á ári. Erlent 12. desember 2009 05:15