Ban Ki-moon: Engin „áætlun B“ því við eigum ekki „reikistjörnu B“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2016 20:08 Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira