Segja umtalsverð tækifæri í endurheimt votlendis Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2016 14:51 Verkís leggur fram tillögur um að endurheimta 87 hektara af votlendi. Vísir/GVA Borgaryfirvöld vilja endurheimta votlendi í ofanverðum Úlfarársdal. Sú aðgerð fæli í sér fjölþætt gildi eins og náttúruvernd og þá myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hægt væri að gera votlendið að friðlandi þar sem um 50 fuglategundir hafa sést á svæðinu. Verkfræðistofan Verkís hefur nú skilað skýrslu um úttekt á tækifærum til endurheimtar votlendis í dalnum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að svæðið sem um ræðir sé norðan Úlfarsár, austan við núverandi byggð í Úlfarsárdal eða frá Víðimýri í vestri og út að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ í austri. Þar hefur verið umtalsverð framfærsla og eru þar ræktuð tún með skuðum sem notuð eru að mestu fyrir hrossabeit. Enn er mikið að votlendi þar og segir í tilkynningunni að tækifæri til að auka umsvif votlendis séu töluverð.Skýrslu Verkís má sjá hér. Þar eru lagðar fram tillögur um að endurheimta 87 hektara af votlendi. Ekki sé hægt að endurheimta votlendi á öllu svæðinu þar sem brekkur og holt standa upp úr landi. Lagt er til að nokkrir skurðir verði stíflaðir á nokkrum stöðum. Leifar af uppgreftri eru á nokkrum stöðum en annarsstaðar þurfi að flytja að efni. Þá er lagt til að á nokkrum stöðum sé hægt að búa til litlar tjarnir. Um 50 fuglategundir hafa sést á svæðinu og um helmingur þeirra eru reglulegir varpfuglar. Nýjar tjarnir myndu auka fjölbreytni smádýralífs og laða að frekari votlendisfugla. Endurheimtin er einnig sögð muna hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda með aukinni bindingu kolefnis. Samkvæmt grófu mati á mögulegri bindingu gætu allt að 400 tonn af kolefni bundist á ári. Loftslagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Borgaryfirvöld vilja endurheimta votlendi í ofanverðum Úlfarársdal. Sú aðgerð fæli í sér fjölþætt gildi eins og náttúruvernd og þá myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hægt væri að gera votlendið að friðlandi þar sem um 50 fuglategundir hafa sést á svæðinu. Verkfræðistofan Verkís hefur nú skilað skýrslu um úttekt á tækifærum til endurheimtar votlendis í dalnum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að svæðið sem um ræðir sé norðan Úlfarsár, austan við núverandi byggð í Úlfarsárdal eða frá Víðimýri í vestri og út að sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ í austri. Þar hefur verið umtalsverð framfærsla og eru þar ræktuð tún með skuðum sem notuð eru að mestu fyrir hrossabeit. Enn er mikið að votlendi þar og segir í tilkynningunni að tækifæri til að auka umsvif votlendis séu töluverð.Skýrslu Verkís má sjá hér. Þar eru lagðar fram tillögur um að endurheimta 87 hektara af votlendi. Ekki sé hægt að endurheimta votlendi á öllu svæðinu þar sem brekkur og holt standa upp úr landi. Lagt er til að nokkrir skurðir verði stíflaðir á nokkrum stöðum. Leifar af uppgreftri eru á nokkrum stöðum en annarsstaðar þurfi að flytja að efni. Þá er lagt til að á nokkrum stöðum sé hægt að búa til litlar tjarnir. Um 50 fuglategundir hafa sést á svæðinu og um helmingur þeirra eru reglulegir varpfuglar. Nýjar tjarnir myndu auka fjölbreytni smádýralífs og laða að frekari votlendisfugla. Endurheimtin er einnig sögð muna hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda með aukinni bindingu kolefnis. Samkvæmt grófu mati á mögulegri bindingu gætu allt að 400 tonn af kolefni bundist á ári.
Loftslagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira